Reva komst að því að Eddie er eiginmaður Annie svo hjónaband hennar við Josh og Rick voru aldrei lögleg og Alans ekki heldur ef það hefði verið! Eddie hjálpaði Annie að stela lyfjum af sjúkrahúsinu sem þau unnu á í Chicago því Annie laug að honum að hún þyrfti þau til að borga fyrir aðgerð mömmu hennar sem var veik (það var náttúrulega lygi). Þegar það kom upp um þau fake-aði Annie dauða sinn svo Eddie væri kærður fyrir að stela lyfjunum, sem gerðist, hann fór í fangelsi haldandi að Annie væri dáin, en þegar Reva sagði honum að hún væri lifandi skrifaði hann undir e-ð skjal og skrifaði sannleikann um Annie og að þau væru gift.
Reva, Josh og Cassie voru búin að plana að afhjúpa Annie í brúðkaupinu með þessu skjali, en Dinah komst að þessu og lét e-n mann í WSPR stela því og hún náði að brenna það þegar Cassie rendi að ná því. Cassie lamdi Dinuh, batt hana lokaði hana inní e-u herbergi í Turnunum þar sem brúðkaupið var. Reva reyndi að ná í Eddie til að láta hann koma, en hann svaraði ekki. Þegar þau voru að gefa upp vonina, athöfnin var byrjuð (þó að þau hafi reynt að tefja, Harley tók t.d. hringana af Phillip!), en þegar presturinn sagði þessa setningu ,,If anyone objects..“ kom Eddie inn og öskraði ,,I OBJECT!'' og Reva sagði að hún gæti ekki gifst Alan því þessi maður, Eddie, væri maðurinn hennar. Að sjá horror svipinn á Annie maður! Hún neitaði öllu fyrst en svo sagði hún Alan að þetta væri satt og hann sagðist aldrei muna fyrirgefa henni. Frank fór með hana í handjárnum. Svo sleppti Cassie Dinuh og sagði að þetta hefði verið falleg athöfn og heitin voru falleg, en því miður gátu þau ekki sagt ”I do" ;)
Svo nú er Annie í fangelsi, á ekki mikla von, með e-n lögfræðing sem er ekki mikið reynd því enginn annar vildi hana, Alan hatar hana og Eddie líka… en svo er hún e-ð að reyna við fangavörðinn… e-ð segir mér að hún eigi eftir að sleppa…