Hæhæ:) Hér koma nokkrir spoilerar til gamans:
- Janae fer til Cairns til mömmu sinnar, Allan og Bree því hún telur það rétta í stöðunni. Hún og Ned hætta saman.
- Carmella fer á eftir Marco til Perth og kemst að því að hann getur ekki eignast börn (sem var aðalástæðan fyrir því að konan hans fór frá honum held ég). Þau byrja aftur saman og eftir að Harold fer flytur Marco þar sem hann átti heima og Carmella með Chloe stutt á eftir.
En Oliver fer að mislíka við Marco og í skírn Chloe fer allt upp í háaloft þar sem Oliver er búinn að komast að leyndarmáli Marcos og heldur því fram að eina ástæðan sem hann er með Carmellu er út af Chloe. Hann fer svo langt að sækja um fullt forræði yfir henni, en hættir við seinna og þau sættast.
- Samband Rachel og Susan fer frá góðu til hins versta eftir þetta með Angus komst upp, Rachel segir m.a.s. að hún hati hana í einu rifrildinu. Þetta fer í öll blöðin. Angus fer í 6 mánaða fangelsi, en heldur áfram að senda henni bréf.
En honum er sleppt fyrr fyrir góða hegðun og hann og Rachel byrja aftur saman, með leyfi Susan, þó hún sé ekki ánægð með það. Hún flytur inn til hans, en þegar hann stingur upp á að flytja til Adelaide er komið nóg, hún fer heim til Susan, Karls og Zeke og Angus fer að eilífu (vonandi!).
- Ekkert verður af brúðkaupi Steph og Toadie. Þau eru komin að altarinu þegar Toadie segist ekki geta þetta því hann veit að þetta er ekki það sem hún vill, og svo hætta þau bara saman eftir það, þó þau séu ennþá vinir.
- Þrátt fyrir að Rosie vill ekki eignast börn núna (eða aldrei) þá verður hún ólétt í mesta lagi eftir 3 vikur hjá okkur. Hún vill ekki barnið, en Frazer sannfærir hana um að það á endanum. Hins vegar komast þau að því að barnið er ekki “viable” (það var semasgt aldrei á lífi), en seinna komast þau að því að það urðu mistök, það var alltaf lifandi! Þau eru alveg í skýjunum, en ákveða að flytja til Ítalíu í lok apríl (meðan Rosie er ennþá ólétt).
Carmella fékk símtal í þætti um daginn þar sem þau sögðust hafa eignast strák sem þau nefndu Marco:) (í minningu um hann, því hann deyr, segi frá því seinna, eða þið getið bara spurt mig;)).
…..Framhald seinna:):)
Bætt við 28. október 2008 - 22:09
Já, þetta er allt á bilinu febrúar-apríl 2008 (sem var sýnt úti) nema sumt alveg til ágúst 2008 :)