Hér koma smá SPOILERAR:
Aldo og Lety verða góðir vinir og Aldo lagar sjálfsálit Lety og kennir henni að umbúðirnar skipta ekki öllu máli, heldur innihaldið. En hann verður ástfanginn af henni, þó hún sé ennþá ástfangin af Fernando og heima í Mexíkó getur Fernando ekki gleymt Lety.
Á meðan er Conceptos í miklum peningavandamálum og það halda allir að Lety vilji eiga bæði Conceptos og Filmo Imagen, og það lætur Fernando hugsa hovrt hún sé þess virði að elska.
Tomás hringir í Lety og biður hana um að koma aftur en hún segist hafa skuldbindingar til Carolinu, og Tomás fer þá sjálfur til Conceptos og segir Humberto að hún vill ekki halda fyrirtækjunum, þó enginn trúi honum. Hann kemur nokkrum sinnum síðar með lögfræðingunum sem kyrrsettu Conceptos.
Fernando fer í hörmulegu ástandi til Acapulco (án þess að vita að Lety er þar) og Marcia eltir hann á bar þar sem hann fer að slást við e-a gaura og hún fer með hann heim til Mexíkó aftur. Fernando uppgötvar að hann gæti ennþá haft tilfinningar til hennar og þau byrja saman aftur held ég, en þó í stuttan tíma.
Í Acapulco hjálpar Lety e-i fyrirsætu í Nuestra Belleza að verða sjálfsöruggari og hjálpar Aldo að jafna sig á dauða konu sinnar og sameinar hann aftur við pabba sinn. Í gegnum allt þetta fattar Lety hve mikið hún er virði.
Julieta les dagbók Lety til að komast að því hvað er að Tomás og lety, og þá kemst hún að öllu um samband Lety og Fernando og hvernig var farið með hana í Conceptos.
Humberto segir Fernando að finna Lety og sættast við hana, annrs myndi hann lögsækja hana. Fernando hringir heim til hennar þar sem Julieta svarar og segir honum að tala við Erasmo. Hann gerir það en segir honum mjög lítið. Erasmo fer svo til Conceptos og segir Humberto allt sem hann veit og hann hættir við að lögsækja Lety, og Eramso segir að fyrir utan allt lögdæmið, munu þau aldrei heyra frá Lety framar.
Framhald síðar…. :)