Hér er smá SPOILER, svo skrifa ég meiri spoilera seinna;)
Á nefndarfundinum fræga, sem verður sýndur hjá okkur eftir svona 2-3 vikur, er mikið drama!! Lety ljósritar bréfið frá Omari til Fernando og setur þau í möppu allra á fundinum (sem eru Fernando, Marcia, Humberto, Teresita, Luigi, Lopez og Ariel), svo allir sjá þetta og vita allt um yfirtöku Conceptos, Filmo Imagen og að Lety er eigandinn. Og sérstaklega Humberto verður mjög vonsvikinn með Fernando. Ekki nóg með að hann er rekinn úr fyrirtækinu og Omar líka, þá segir Marcia að það verði ekkert af brúðkaupinu!!! Lety gefur Marciu uppsagnarbréf og tekur til á “skrifstofunni” sinni. Ljóta liðið veit ekkert um þetta fyrr en seinna.
Marcia og Lety tala saman og Marcia biður um að sjá hvað er í pokanum (sem eru öll kortin og gjafirnar sem Fernando gaf henni), Marcia klárar að lesa allt bréfið um Fernando og Lety. Lety biðst fyrirgefningar.
Svo fer hún og Carolina til Acapulco (Caro kemst að þessu áður en nefndarfundurinn er) og Lety verður aðstoðarkona hennar í e-m fegurðarsamkeppnum;)
Framhald seinna :):)