Michelle fór til Jesse til að kveðja hann, en hann var e-ð leiðinlegur við hana (bara að reyna að láta hana fara) en hún vildi ekki fara og þegar hann sneri sér við tók hún í skyrtuna hans og hún rifnaði, þá sá Michelle örið eftir aðgerðina og fattaði allt. Jesse vildi ekki viðurkenna það fyrst, en svo gerði hann það, og Michelle reyndi að sannfæra hann um að hún myndi ekki vera með honum meira út af því að hann er með hjarta Maureen, hann trúði því ekki en svo kysstust þau. Svo ef þú sást ekki í þættinum áðan þegar Michelle talaði um hvernig Maureen var við Jesse og þegar hún sagði að einn veikleika hennar er karamelluís og Jesse sagði að hann elskaði það síðan hann kom úr aðgeðrinni. Þau fóru svo heim á Bauer heimilið þar sem Ed var og Michelle sagði að hún vissi allt og þau ætla að halda áfram að hittast, og Ed svaraði því með: ,,Over my dead body“ ;)
Hart sagði Dinuh allt um Cassie, eða semsagt að henni vantar peninga til að fá dóttur sína aftur, því Dinah komst að því að það var ekkert rán knóttina sem Hart kom ekki heim (þ.e.a.s. rán sem var tilkynnt til löggunnar;);) Og þegar Hart sagði Cassie að hann heðfi sagt henni allt varð hún reið og hélt að hann vildi ekki hjálpa henni lengur, en hún var líka í uppnámi út af Annie og Alan held ég. Svo ákvað Josh á endanum að láta hana vera ritara sinn (hún og Wanda skiptast bara á), eftir að Cassie spurði Billy um það.
Harley og Phillip komu upp í Bauer Cabin og komust að því að Buzz er minnislaus. Hann og Nola lugu og sögðu að hann heðfi lent í bílslysi. Harley trúði því ekki og var viss um að Nola hafði staðið á bak við þetta, hún veit líka að hún er ”stalkerinn". Það var mjög erfitt fyrir Harley að sjá Buzz svona og vita að hann man ekkert eftir henni. Hún hringdi í Jennu og saðhi henni að þau höfðu funið hann og hvar þau væru, og Buzz talaði pínu við hana, en nefndi ekkert um minnisleysið. Það kom e-r læknir uppí bústað að kíkja á hann. Svo ákvað Jenna að koma honum á óvart og hún og Vanessa fóru upp í bústaðinn og Buzz sagði henni að ef Nola hefði ekki sagt honum frá heni, hefði hann ekki vitað hver hún væri. Jenna tók þessu illa auðvitað, en sýndi honum mynd af Coop. Vanessu fannst Nola e-ð grunsamleg.
Rick og Abby eyddu heilu kvöldi saman (og nóttu, án þess að sofa saman) og töluðu um mikið. Svo var dramatíkst atriði þar sem Abby sá Roy alltaf fyrir sér og gat ekki hætt að hugsa um árásina. Hún leyfði Rick að snerta sig og halda utan um sig.
Rick vill meiri umgengisrétt með Kevin og nafnið sitt á fæðingarvottorðið. Blake sagði Ross það en var alls ekki sáttur við að skrifa nafnið hans á fæðingarvottoðið.
Þetta er allt sem ég man:)