Það verður ekkert af brúðkaupinu þeirra. Eða þau eru komin alveg að altarinu en Toadie segist ekki geta þetta því hann veit að þetta er ekki það sem hún vill, og svo hætta þau eiginlega bara saman eftir það, Toadie fer einhvert burt (Til Afríku held ég, eða Asíu) og þegar hann kemur heim ætlar hann að ættleiða barn en hann getur það ekki því hann laug um e-ð á umsókninni… Núna býr hann á nr.30 aftur, með Dan, og Callum, sem er e-r strákur sem Steph þekkir (hún vann e-ð hjá ömmu hans held ég), og hann og Toadie eru rosa góðir vinir.
Og Steph fer e-ð að vera með slökkviliðsmanni sem heitir Jay, en hann reynist svo vera kolklikkaður. Núna í júní 2008 eru mjög margir af íbúum Ramsay Street ofl. í e-m skógi þar sem kemur skógareldur, m.a. Toadie, Steph, Jay, Ned, Steve, Callum, Nicola (systir Miröndu), Ty, Rachel, Donna (ný stelpa í Erinsborough High, var alltaf að eltast við Ty) ofl. að hjálpa til við að bjarga trjám og þannig. Svo annars staðar í skóginum voru Marco, Carmella, Oliver, Chloe (dóttir Carm og Oliver) Rebecca, Declan, Karl & Susan, og Marco bað Carmellu að giftast sér rétt áður en eldurinn kom (þau eru saman þá) og hún sagði auðvitað já! En það sem sorglegast er að Marco deyr á spítalanum nokkrum dögum síðar, og þau ákveða að giftast og hafa litla athöfn á spítalanum áður en hann deyr (hann er svo illa farinn að það er ekki hægt að gera neitt), svo deyr hann bara nokkrum mín. eftir athöfnina.
Margir eru grunaðir um að kveikja eldinn, m.a. Paul (því hann á eftir að halda framhjá Rebeccu með Kirsten, mamma Mickey, sem kemur aftur, og þess vegna hætta þau saman), Donna (því hún á að vera doldið crazy, eða allir héldu það, og fleiri. En það kom í ljós að Jay er sökudólgurinn, Steph fór með honum í e-n sumarbústað og fattðai allt saman þar, hann var næstum búinn að drepa hana, en Toadie bjargaði henni. Hann hafði víst oft bjargað konum sem voru ljóshærðar, einstæðar mæður, eins og Steph, og hann er bara crazy, en er farinn núna, var handtekinn minnir mig.
En þrátt fyrir allt held ég að Steph og Toadie elska hvort annað, en þau eru samt ekki sman núna.. ennþá:)