Susan var að keyra á bílnum hans Declans (Rebecca vildi ekki að hann ætti bílinn, svo Oliver ákvað að selja hann, en Karl vildi fá hann lánaðan í nokkra daga), og Bridget var að labba á gandstéttinni, en datt á götuna, og sá bílinn, en hún náði ekki að forða sér tímanlega, svo Susan keyrði á hana. En málið er að Susan er búin að vera e-ð skrýtin undanfarið og var næstum sofnuð við stýrið (ég veit hvað er í gangi!), svo hún tók ekki eftir neinu fyrr en hún stoppaði á einhverjum staur eða e-ð, og hún vissi ekkert um Bridget, hún sá ekki neitt í bakglugganum útaf sölumiðanum. Svo hún keyrði bara áfram og Bridget varð eftir á götunni, en ef hún hefði vitað af henni hefði hún náttlega stoppað. Svo sá Mickey bílinn hans Declans keyra burt og Bridget á götunni, svo hann hélt að Declan hefði vert þetta.
En um leið og Susan fattaði þetta fór hún til Karls og þau fóru til Miröndu og Steve, og svo fór hún til lögreglunnar, svo hún verður kannski kærð.
Já, svo var hent steini inn um gluggann hjá Susan og þeim, fór í Rachel, en hún jafnar sig. Málið er að Riley (bróðir Bridget) fór að skrifa um Susan og slysið í blöðunum, sem lýsti Susan ekkert rosa vel, en það er engin afsökun fyrir að henda steini inn um gluggan. En það er ekki vitað ennþá hver það var, kannski einhver ókunnugur bara.