Þeir voru heima hjá Paul en Fox leyfði honum ekki að fara. Svo laumaðist Paul út en fékk e-ð kast á bílastæðinu. Einhver sem sá hann hringdi á neyðarlínuna.
Það næsta sem við sjáum er að hann er á spítalanum og læknarnir segja að það verði að fjarlægja æxlið, annars deyr hann. Fox kemur og sannfærir hann einhvern veginn um að fara af spítalanum. Svo þegar þeir eru komnir heim aftur ákveður Paul að sættast við Elle. En Fox lýgur að honum og segir að hann hringdi í hana en hún vill ekki neitt með hann hafa. Elle kemur og Paul ætlaði að opna dyrnar en Fox heldur í hann þannig hann kemst ekki. Þeir byrja að slást þegar Elle kemur inn, en hann einn sést, ekki Fox, eins og hann sé að slást við loftið bara. Paul segir að Fox er að slást við hann en Elle segir að það sé enginn þarna. Hann heldur að Fox og Elle séu að vinna saman en hún skilur ekki enn hvað er í gangi.
Já, síðan hefuru séð framhaldið, vonandi;)