Hann er kaþólskur prestur sem Susan fór að deita fyrir löngu þegar hún og Karl skildu. Hann heitir Tom Scully og er semsagt bróðir Jack Scully sem Lyn er gift, og Lyn var víst smá skotin í honum og það var að sjálfsögðu eitthvað drama í kringum það.
En já rétt eftir að Susan og hann byrja að deita, þá er hann að fá einhverja stöðu sem prestur (búinn að vera að læra eða eitthvað á undan því) og velur stöðuna fram yfir Susan (hann má ekki stunda kynlíf) og hún verður rosalega reið út í hann fyrir það, enda voru þau geðveikt góð saman og hún var mjög ástfangin af honum.
Núna er hann kominn tilbaka og vill greinilega fá hana aftur, en hún er ennþá sár yfir því að hann valdi preststöðuna yfir hana, og af því að hann getur ekki bara komið allt í einu og búist við því að hún hafi verið að bíða bara eftir honum.. En ég held samt að eitthvað eigi eftir að gerast (eða hafi gerst, er búin að missa af nokkrum þáttum) þar sem að hún er í einhverju tilfinningalegu ójafnvægi út af öllu þessu með Karl og Izzy..