Nágrannar að hætta?
Ég var að skoða netið um daginn og á vafri mínu kom ég inn á síðu sem var sett saman af stuðningsmönnum Nágranna. Af lestrinum að dæma hefur BBC ákveðið að hætta með Nágranna eða alla vegana búið að hugleiða það. Hefur einhver heyrt af þessu hér? Ef einhver hefur meiri fréttir af þessu veit hann þá hvað við eigum langt eftir? Ég vona samt að það verði ekki úr þessu þar sem Nágrannar eru gamalgróinn þáttur sem væri slæmt að missa!