Ég skal reyna en ég hef eflaust ekki svör við öllu :)
Hverjir eru saman?
Í augnablikinu er Janelle í sambúð með Allan Stiker (hvernig sem það er skrifað) en hann er löggann sem hefur alltaf verið kölluð til ef einhver þarf á lögregglunni að halda hjá nágrönnunum góðu.
Á þessu háfla ári sem þú varst frá hefur Paul verið með mörgum. Hann setti á svið giftingu sína og sinnar fyrrverandi til þess að fá vonda son sinn úr felum. Á meðan hann var að þessu var hann þó ennþá með Izzy og bjuggu þau öll saman. Þær fengu svo báðar nóg af honum og fóru báðar frá honum. Eftir það byrjaði Paul með Lyn og þau giftust. Hins vegar nóttina áður en þau giftust var Paul fastur inni í vínkellara hótelsins með Rose (systir Caramellu) og þau kystust ástríðufullum kossi. Strax eftir brúðkaupsveisluna sagði Paul Lyn að hann væri að fara frá henni þar sem gæti ekki verið giftur henni, enda myndi hann bara særa hana ef hann væri giftur henni. Eftir það flutti Lyn líka í burtu með Oscar.
Max og Steff eru skilin en það kom til eftir að Max varð brjálaður um tíma og lét sig hverfa í hálft ár. Í milli tíðinni var Steff að rembast við að halda fjölskyldunni og fyrirtækinu gangandi og var haldin miklum áhyggjum. Þá fann hún allt í einu að hún var orðin hrifin af Todie og þau voru að byrja að draga sig saman þegar Max birtist aftur. Steff ákvað þá að gefa Max annað tækifæri enda elskaði hún hann enn. En þau komust svo að því að það hafði of mikið gerst sem þau gátu ekki unnið úr svo þau skildu.
Todie réði sér fylgdarkonu til þess að látast vera einhver heitur gaur og viti menn þau urður hrifin hvort af öðru. Núna er Todie sem sé með þessari konu sem ég man ekki hvað heitir en Steff er ennþá hrifin af Todie og það er ómögulegt að segja hvernig það endar allt saman.
Boyd og Janae giftust og voru mjög sæt saman. Þegar Max hvarf fór Boyd að leita af pabba sínum en fann þá stúlku sem heitir Glenn Forest. Boyd var í burtu í hálfann mánuð og á þeim tíma var hann að halda fram hjá Janae með þessari Glenn. Eftir að hann kom aftur heim sagði hann Janne að hann hefði hitt stelpu og hefði bara kysst hana og Janae fyrirgaf honum það allt saman. Hins vegar reyndist þessi Glenn svo vera besta vinkona hennar Elle og hún kom í heimsókn til Elle í einhvern tíma. Á þeim tíma náði Glenn að segja Janae allt hið sanna og upp frá því gaf Janae Boyd tíma til þess að ákveða sig hvort að hann myndi vilja skilja við sig eða hætta með Glenn. Boyd valdi þá Glenn. Glenn fattaði það þó á undan Boyd að hann elskaði ekki sig heldur Janae og fór því aftur heim til Tansmaníu. Boyd er núna að reyna að fá Janae aftur en það gengur eitthvað hálf brösulega hjá honum.
Sky er búin að eignast dótturina Kelly sem er líka dóttir Dylans. Um tíma var haldið að Scott ætti hana og varð það til þess að Sky og Dylan giftust ekki en þau voru á þeim tíma að undirbúa brúðkaup. Kelly reyndist svo eftir allt vera dóttir Dylans og það var allt vandræðalegt um tíma á milli þeirra. Dylan og Sky sættust svo og eina kvöldstund byrjuðu þau bara að kyssast en föttuðu þá að þau voru ekki hrifin hvort að öðru. Á meðan á þessu stóð var Scott byrjaður aftur með Rachel en þau höfðu hætt saman þegar það var hugsanlegt að Scott hafði átt Kelly. Scott og Rachel hættu svo saman og þá byrjuðu Scott og Sky saman. Dylan og Elle voru þá aftur byrjuð saman en eftir að Dylan komst að því að Sky væri byrjuð með bróður hans varð hann eitthvað skrítinn, Paul lét þá Ned setja það á svið að Dylan og Caramella höfðu sofið saman og þá hætti Elle með Dylan.
Caramella ætlaði að reyna að ganga í klaustur en gat það ekki þar sem hún var hrifin af Ned sem var líka hrifinn af henni. Hins vegar var hún of sein að fatta það þannig að þegar hún var búin að segja nei við klaustrið var Nad byrjaður með Kajya (hvernig sem það er skrifað). Caramella byrjaði þá um tíma með Will (minnir mig að hann hafi heitið). Hann var reyndist svo vera rosalega ríkur gaur en hann hafði aldrei þorað að segja neinum frá því þar sem hann vildi vita hvort að fólk vildi vera vinir hans ef hann ætti enga peninga. Þegar hann sagði Caramellu satt varð hún reið vegna þess að hún hefði elskað hann hvort sem hann væri ríkur eða fátækur og hún vildi ekki láta koma svona fram við sig. Hann flutti því í burtu og strax eftir að hann fór birtist annar gaur sem segist vera bróðir hans (og er það eflaust) sá heitir Oliver. Caramella og Oliver urðu strax mjög góðir vinir og byrjuðu saman. Hins vegar eftir að Elle hætti með Dylan flutti hún aftur heim til pabba síns og ákvað að verða alveg jafn slæm og hann. Verkefni Elle var að koma upp á milli Caramellu og Olivers sem hún og gerði. Svo núna eru Caramella og Oliver hætt saman, en Elle er búin að sjá af sér og hefur sagt Oliver nánast allann sannleikan. Þannig að núna eru þau öll þrjú á lausu :)
Rose systir Caramellu er mjög ólík systur sinni að öllu leyti. En þrátt fyrir að þær eru svona ólíkar virðast karlmenn vera með þær báðar á heilanum (bara ekki sömu mennirnir sem betur fer). Paul var yfir sig hrifinn af Rose og hún fann eitthvað til hans. Frazer hafði líka verið hrifinn af Rose lengi og hún var farin að finna eitthvað til hans líka. Þannig að það endaði með því að hún gaf þeim báðum tækifæri á að sanna sig fyrir henni. Þeir buðu henni út og léku eftir reglunum sem þeim voru settar. Eftir að hafa farið með þeim báðum á stefnumót og eitt tímum með þeim báðum komst hún að því að hún elskaði Frazer. Hins vegar þegar hún komst svo að því að Frazer heitir í rauninni George og er yngri bróðir mansins sem foreldrar hennar voru búnir að ákveða að hún ætti að giftast hætti hún með Frazer. Þau hafa síðan verið nokrum sinnum nálægt því að byrja saman aftur en það gengur ekkert ennþá, hver veit hvað verður?
Pepper (dóttir Allans Stiker) varð mjög hrifin af Paul og Paul naut athyglinnar frá henni. Þau voru því eitthvað að dúlla sér. En þegar Pepper komst að því að Paul hafði ekki verið að senda henni skrítnar gjafir undanfarinn mánuð heldur einhver allt annar hætti hún með honum.
Bree og Zeke hættu saman um tíma en það er allt gott aftur þar á milli.
Rachel varð ekki lengi að jafna sig eftir sambandsslitin við Scott og byrjaði á einhverskonar sambandi við Ringo bróður Frazer. Það er þó allt mjög flókið núna eftir að Scott lést og Rachel er ekki alveg viss hvernig hún á að höndla þetta allt. Hún vill þó ekki missa Ringo og hann er mjög hrifinn af henni. Hins vegar er Lolly, sem er vinkona Ringo, verulega hrifin af Ringo og vill helst hafa hann fyrir sig. Hún rembist þó við það að vera BARA vinkona hans, enda ber Ringo ekki þessar tilfinningar til hennar.
Þá held ég að ég sé búin að fara yfir öll samböndin í götunni ;)
Hvaða nýju persónur eru komnar?
Þegar ég fór yfir hin og þessi sambönd komu fram ný nöfn og nýar persónur sem ég mun hér með útskýra fyrir þér :)
Allan Stiker: Hann er í rauninni ekki nýr þar sem hann er einn af þeim sem maður hefur alltaf séð af og til. Hann hefur hins vegar öðlast mun stærra hlutverk núna eftir að hann fór að búa með Janelle og hann er góð nýjung í götuna.
Will: Hann kom og flutti inn í númer 30. Hann er núna farinn svo þú þarft í raunninni ekkert að vera að velta honum mikið fyrir þér. Nema kannski að hann er bróðir Olivers og þeir eru víst afkomendur einhvers viðskiptajövurs sem vildi einhverra hluta vegna aðeins að annar sonurinn myndi erfa allt. Will fékk það en vill það ekki, Oliver vildi það ekki þegar þeir voru ungir en vill fá þetta núna.
Frazer (George): Hann flutti inn í númer 30 á sama tíma og Will. Hann var mjög svo dulafullur fyrst um sinn og maður var alveg viss um að hann væri eitthvað vondur. Hann reyndist þá bara vera þessi líka fíni gaur. Hann að vísu, eins og Will, laug til um hver hann var. Hann vildi ekki að fólk vissi hver hann í rauninni var vegna þess að hann var hrifinn af Rose sem hafði verið trúlofuð bróður hans. Frazer vinnur við það að veðja á hesta og svoleiðis, sem sé hann er gambler að atvinnu hversu skrítið sem það nú er. En þegar hann flutti inn laug hann ekki einungis til um nafn heldur laug hann líka til um það að hann væri unnusti Pepper.
Pepper Stiker: Hún flutti inn í númer 30 um leið og þeir Frazer og Will. Í upphafi lugu hún og Frazer að öllum að þau væru trúlofuð til þess að fá herbergi. Hún er menntaður íþróttakennari og vann sem slíkur í skólanum sem krakkarnir eru í. Hins vegar laug Lolly og sagði að Pepper hefði lamið sig og því var hún rekin. Eftir að hið sanna kom í ljós um hver hafði lamið Lolly vildu allir fá Pepper aftur en hún hefur ekki ennþá viljað fara aftur. Eftir að Pepper og Frazer sögðu sannleikan fluttu þau í sitthvort herbergið og þá flutti Nad út úr númer 30.
Rose: Hún flutti inn í númer 30 á sama tíma og allir hér að ofan og hún er systir Caramellu sem hefur verið aukaleikari í þessum þáttum undanfarin ár. Hún er lögfræðingur og vinnur á lögfræðistofunni með Todie. Núna er hún búin að átta sig á því að hún elskar bara Frazer og vill bara vera með honum þá er hann ekki eins tilbúinn að taka hana aftur.
Lolly: Hún er nú ekki ný þar sem hún bjó í götunni fyrstu árin. Hún er hins vegar komin aftur til Lou. Hún átti mjög erfitt fyrst um sinn með að falla inn í hópinn en hefur hins vegar komist inn núna upp á síðkastið. Eða það gekk miklu betur hjá henni að eignast vini eftir að hún fór að segja satt og hætti að stela frá öllum.
Caramella: Hún er heldur ekki ný en hún er núna orðin “alvöru” nágranni þar sem hún býr núna í númer 30.
Ringo: Hann er unglingsstrákur sem er bróðir Frazer og fluti til bróður síns eftir að hann gafst upp á fjölskyldu sinni. Hann býr því í númer 30.
Ég held að þetta séu allir þeir nýju sem hafa verið áberandi í þessu.
Hverjir eru farnir?
Einhverra hluta vegna hvarf Connor og um tíma héldu allir að hann væri bara dáinn, hins vegar hafa komið nokkrar vísbendingar núna nýlega um það að hann sé á lífi og mjög líklega í Kína einhversstaðar. Það vona náttúrulega allir að hann komi heim einn daginn, bráðlega.
Max er núna farinn að vinna aftur á olíuborðpöllunum og hefur ekki sést síðan. Kannski kemur hann aftur hver veit?
Izzy fór til London þó svo að hún hafði sagst ætla að fara til móður sinnar. Hún er þó búin að eignast dótturina Holly sem er líka dóttir Karls svo það er ekki víst að hún sé alveg farin.
Katyja (hvernig sem þetta nafn er skrifað) er alveg farin. En hún átti víst mjög ljóta fortíð sem náði henni og hún ákvað því að flytja eitthvert annað og byrja upp á nýtt og líka til þess að vernda fjölskyldu sína og vini.
Þá man ég ekki eftir fleirum sem hafa farið, fyrir utan Lyn en ég var búin að skíra frá því hér að ofan.
Hvaða stóru atburðir eru búnir að gerast?
Ja er ekki bara best að byrja á öllu með Max. En hann keyrði á Cameron son Pauls, hélt að þetta væri tvíburabróðir hans. Cameron var hins vegar góði tvíburinn og hann dó. Eftir þetta missti Max vitið og varð brjálaður um tíma. Hann ákvað því að forða sér áður en hann myndi gera fjölskyldu sinni eitthvað. Það urðu allir mjög sárir og vonuðu að hann kæmi aftur. Það var svo Elle sem fann Max og sagði Janae hvar hún gæti fundið hann. Janae fór til hans og bað hann um að koma aftur og sagði honum að fjölskyldan hans þyrfti á honum að halda. Hins vegar hafði þá liðið allt of langur tími þannig að þau Steff og Max ákváðu að skilja.
Sky varð ólétt og Karl var læknirinn hennar. Um tíma var ekki víst hvort að Dylan væri í rauninni pabbinn og Karl sagði Susan það óbeint að Sky væri líklega ólétt eftir Scott. Karl þrísti á Sky að segja öllum sannleikann og þá urðu allir reiðir við Sky um tíma, nema Scott sem var hvort eð er bara dauðadrukkinn á hótelherbergi. Hins vegar eftir að Kelly fæddist varð Dylan viss um að hann væri faðirinn, fann það bara á sér og hann hætti ekki fyrr en hann fékk Sky til þess að samþykkja DNA. Úr því kom að Dylan var pabbinn og þá urðu allir brjálaðir út í Karl og Susan fyrir að vera að skipta sér af þessu. Eftir þetta hætti Karl sem læknir og ættingjar Kelly voru ekki vinir Kennydyfjölskyldunnar um tíma. Það hefur þó allt verið grafið smám saman og núna er allt eins og það á að vera, fyrir utan það að Karl er ekki læknir lengur.
Það nýasta er svo að Kelly greindist með hvítblæði og þurfti því að fá merggjafa og blóð og var Scott sá eini sem gat verið sá maður. Dylan hefði getað það en þar sem hann lenti í eytrinu þarna um árið var það ekki talið ráðlegt. Scott gaf því Kelly merg og blóð en dó næstum því á skurðaborðinu þar sem hann var víst með ofnæmi fyrir svefnlyfjum. Hann lifði aðgerðina sem betur fer af en fékk svo stuttu síðar heilablóðfall og lést úr því. Eftir að hann lést hafa allir sem tengdust honum verið í lausu lofti. Dylan varð alveg brjálaður og vildi berja allt og alla. Allan sagðist myndi hjálpa honum og fékk Kim (pabba krakkanna) til þess að taka Dylan með sér norður að vinna eftir jarðaförina til þess að fá Dylan til þess að ráða við þetta allt.
Ja, núna held ég að allt sé komið sem skiptir einhvejru máli. Ef ég hef gleymt einhverju getur eflaust einhver annar fyllt upp í eyðurnar :)
Ned fór frá því að vera góði strákurinn sem gerir engum neitt yfir í það að vera peð í tafli Pauls. Ned hefur því rænt Timmins fjölskylduna og gert allt mögulegt bara vegna þess að Paul sagði honum að gera það. Á meðan var Paul líka að þjálfa Elle upp í að vera svona ill. En Elle og Ned fóru hins vegar að tala saman aftur og eru búin að vera að dúlla sér eitthvað. Í sameiningu ákváðu þau að bjarga sér úr þessu veseni og núna vinnur Elle á bak við föður sinn án þess að Paul viti það.
Bætt við 22. janúar 2008 - 17:51
Einhverra hluta vegna færðist kaflann um Ned, Elle og Paul hérna neðst en hann á að vera fyrir ofan lokaorðin ;)