Jæja, þá er hann kominn í útlöndunum. Hefur einhver horft á þennan þátt?

SPOILERSPOILERSPOILERSPOILER
SPOILERSPOILERSPOILERSPOILER
SPOILERSPOILERSPOILERSPOILER
SPOILERSPOILERSPOILERSPOILER


Mér fannst allt við þáttinn frábært! Jamie Scott er sætasti krakki í heimi, plottið með Nathan er alveg að gera sig, þau eru öll algjört æði!

Brooke - Mér finnst frábært að hún hafi ákveðið að flytja til baka (svolítið fyrirsjáanlegt en samt…) og að hún ætli að opna kaffihúsið aftur. Hún er loksins orðin sín eigin manneskja.

Lucas - Meh, ég veit ekki alveg hvað mér finnst um hann í þessari seríu. Held að Lindsay/Lucas/Peyton þríhyrninguinn verði þreyttur fljótlega. Ég vona að Peyton finni sér e-n annan, helst Jake.

Peyton - Eins gott að hún ákvað að gera eitthvað úr þessu útgáfufyrirtæki. Ég hefði orðið óð ef hún hefði ekki gert það af því að þá hefði næsti þáttur snúist um hana að væla með sjálfri sér hvort hún ætti að gera það eða ekki. Nóg væl frá henni síðustu seríur, vonandi verður hún kátari núna.

Hailey - Oh, hún er svo mikið yndi. Mér finnst frábært hvað hún er alltaf jákvæð og kát við Jamie í staðinn fyrir að sýna honum hvernig henni líður í alvöru. Reyndar þyrfti hún aðeins að “brotna niður” til að ná því út úr systeminu hvað hún er reið við Nathan. Hlakka til að horfa á þessa sætu fjölskyldu.

Nathan - Frábært plot, algjört æði. Frekar sorglegt samt en sem vonandi heldur hann áfram að berjast svo hann geti nú hætt þessu volæði.

Ég vona að Karen komi tilbaka og að Deb komi eitthvað fram. Vonandi verður líka eitthvað sýnt af Dan þó það verði nú ekki mikið fyrst hann er í fangelsi.

:)
-Tinna