Anabela náði ekki að hringja heim og hún er ennþá föst í frumskóginum með Halcón og þeim.
Hún getur ekki hætt að hugsa um Ruben og langar að fara aftur heim til Caracas. Halcón sagði að það væri flugvél hérna, samt doldið langt í buyrtu, svo hún þarf að fara ríðandi á asna til flugvélarinnar. Halcón sagði að það væri engin flugmaður, en Anabela sagði að þau hefðu flugmann, hana sjálfa;)
Morönu tókst að bulla e-ð, sagði að það væri fáránlegt að geyma bréfið frá Humberto svona lengi og hún brenndi það.
Morana lenti í bílslysi. Zarataco missti útúr sér að hún væri systir Humberto, semsagt frænka Elvis, og Elvis kom inn og heyrði allt. Hann hljóp reiður út og Morana reyndi að útskýra þetta fyrir honum en hann hljóp út á götu en tók ekki eftir bílnum sem var þar. Morana tók hann frá en varð sjálf fyrir bílnum.
Hún var flutt á spítala og fór í aðgerð en hún var með miklar innvortis blæðingar. Læknirinn sagði að hún gæti dáið.
Hún vaknaði og Elvis baðst afsökunnar og sagði að þrátt fyrir allt þætti honum vænt um hana. Morana bað hann um að hjálpa sér að giftast Ruben. Hann var að reyna að fera það þegar hann spurði hvort hann vildi ekki fá sér kærustu, kannski giftast Morönu.
Celia og Enrique fóru í brúðkaupsferð, í siglingu, en komu heim eftir að þau fréttu af Morönu. Enrique var með miklar áhyggjur, enda er konan sem hann elskar í lífshættu.
Ruben býr/leigir hjá Romuló, hjá hinu liðinu (Gaupunni).
Violeta sá Romuló naktan og getur ekki hægt að hugsa um það ;)
Alcides og Dulce fluttu inn til Violetu og “drulluspenans” eins og hann er kallaður hehe:D Violeta er yfir sig ánægð en ekki er hægt að segja það sama um hann….
Dulce sá Alcides með fyrirsætu sem átti að vera á umslaginu á Alegría plötunni. Hún varð reið en þau sættust aftur:D:D Æ, þau eru svo krúttleg;)
Cruz áttaði sig loksins á því hvað Torcuato er mikill skíhæll og hún losaði sig við hann. Hún er búin að hitta annan gaur, söngvarann Argángel (Erkiengill) :D Fyrst var hann geðveikt góður með sig og pirrandi, en svo reynist hann vera vera einmana stjrna… :) Hún er alveg dolfallin yfir honum og hann yfir henni:D
Lucia kennir Arturo ennþá um “dauða” Anabelu og þetta er víst búið hjá þeim, hún vill ekki sjá hann og í vikunni var í fyrsta sinn sem ég sá Arturo svona reiðan…! Hann fór til Victoriu og sagði að hann gæti ekki beðið lengur. Þau elskuðust :)
Allt fólkið í skóginum var orðið veikt og Halcón óttaðist að hann þyrfti að setja alla í sóttkví, Anabela gat þá ekki komist heim. En hann þurfti þess ekki á endanum:)
Guyanano eða hvað sem hann heitir sá frétt um “dauða” Anabelu í blaðinu og hélt að hún væri draugur! Hann sýndi henni og Halcón hana og Anabela var miður sín yfir að allir halda að hún sé dáin. Hún ætlar að fara heim aftur til Caracas og í endanum í þættinum í gær þá voru þau að fara af stað til flugvélarinnar, sem reyndist svo vera rétt hjá kofanum. Halcón vissi af því… ;)
Vona að ég gleymi engu:D