Hrikalega er þetta e-ð sorglegt… Við vitum já að hún er ekki dáin, en við vitum að enginn í þættinum veit það, æ greyið Ruben. Ég fór að gráta yfir atriðinu þar sem hann var hjá gröfinni með líkinu sem er ekki af henni. Þetta er rosalega sorglegt…
Samt e-ð gott líka að gerast. Dulce og Alcides sættust, loksins!! Þau nutu ásta og hún játaði að hann ætti barnið:) Og þau eru farin að tala um brúðkaup.. hehe;) Og það var gaman að Divina og Bienvenido skyldu sættast líka, þau eru svo sæt:)
Og svo er kominn ný persóna, bjargvættur Anabelu, hinn myndarlegi Halcón:) Veit ekki alveg um hann, en hann virðist hafa misst konuna sína og son sinn sem hún bar undir belti (hljómar mjög hátíðslega, ég veit!) í ánni sem Anabela drukknaði næstum í.
Alltaf gaman að fá svona myndarlega menn í þessa þætti;)
Það er samt sorglegt þetta með Anabelu, Ruben á erfitt núna. Og Lucia kennir Arturo og Ruben um dauða Anabelu. Skil samt ekki af hverju hún var þá ekki smá reið við Ignacio líka af því hún vann nú hjá flugfélaginu hans og svona…