Það sem er búið að gerast hingað til er þetta:
Rosie fór fyrst á stefnumót með Paul, hann sendi henni rosalega flottan kjól fyrst fyrir kvöldið og sendi nokkur blóm (þar sem hann vissi ekki hvaða blóm henni þættu best). Á meðan að Rosie var að undribúa sig heima var Paul að undirbúa hið fullkomna stefnumót, var með matsalinn á hótelinu bara fyrir þau, allir þjónarnir þar af leiðandi bara þarna fyrir þau. Svo kom Rosie og í upphafi leit allt mjög vel út og það var eins og hún væri alvega búin að gleyma Frazer. Á meðan var Frazer heima að reyna að halda huganum við eitthvað annað en að Rosie væri á stefnumóti með Paul. Pepper stakk upp á að hann njósntaði um stefnumótið, en Frazer vildi það ekki (vill bara spila eftir reglunum). Pepper fór því á hótelið og faldi sig þar, hringdi svo heim í Frazer og sagði honum allt sem hún sá, t.d. þegar Rosie fékk ekta perlulokka frá Paul í ostrunni og svona skemmtilegt.
Á meðan að þetta allt var að gerast var búið að finna Katya og hún kom heim aftur. Hún vill hins vegar ekki segja til vondu kallana svo að hún verður tekin í gærlsuvarðhald. Zeak fór að sjálfsögðu í fílu (eitt af því sem hann gerir best) og ákvað að dreyfa huganum með því að fara að þrífa númer 30 (minnir mig að það er, þar sem allir krakkarnir búa). Þar var bara Frazer heima og hann var alveg jafn niðurlútur og Zeak svo að þeir sátu saman og reyndu að láta hinum líða betur. Zeak sagði Frazer að ef hann vildi fá Rosie yrði hann bara að vera hann sjálfur, alveg sama hvað stendur í vegi fyrir því.
Þá víkur sögunni aftur að hótelinu þar sem stefnumótið er að verða búið. Ennþá virðist allt ganga að óskum. Eða þar til að þau fara að ræða heimferðina. Rosie fer eitthvað að tala um það að hana langi hreint ekki heim, þá segir Paul að hún þurfi þess ekki, enda var hann búinn að panta svítu fyrir þau þessa nótt á hótelinu. Þegar Paul segir þetta (nefndi þó ekkert um herbergið) brosir Rosie mjög breytt og byrjar að klæða sig úr flotta kjólnum sem Paul hafði keypt handa henni. Paul verður mjög glaður enda viss um að núna fái hann hana með sér í rúmið. En þá breytir Rosie allt í einu um svip og þessi svipur er ekki nærri eins heillandi og hinn. Hún grítur kjólnum í Paul (stendur bara á undirkjólnum) segir nokkur vel valin orð við hann og strunsar út. Þjónustustúlkurnar hlæga að þessu en Paul er ekkert sáttur við það!
Heima er Frazer og Pepper að bíða eftir heimkomu Rosie, Rosie má þó ekki vita að Frazer sé að bíða eftir henni. Svo um leið og þau verða var við Rosie fyrir utna hleypur Frazer inn á svefnherbergisganginn. Hann sér því að Rosie kom bara heim á undirkjólnum og er viss um að hún hafi sofið hjá Paul. Pepper var líka mjög hissa á því að Rosie væri ekki lengur í kjólnum og spyr hvað þetta á að þýða? Rosie er alveg öskureið en í kaldhæðni sinni byrjar hún á því að tala um það hversu æðislegur Paul er. Frazer fattar ekki að þetta sé kaldhæðni, enda er hann ekki inni í stofunni og hann ákveður að gefast upp og fer inn til sín áður en hann heyrir alla söguna. Rosie segir Pepper allt og hún er mjög sár og reið.
Morguninn eftir hittast svo Frazer og Rosie í eldhúsinu og þá lætur Frazer eins og hann hafi ekkert vitað um heimkomu hennar. Þau ræða eitthvað saman. Rosie fer svo og Frazer og Pepper eru ein eftir. Frazer er alveg á bömmer yfir því að Paul sé búinn að ná Rosie en Pepper segir honum þá alla sólarsöguna. Frazer verður þá verulega glaður og ákveður að halda við sitt plan (þ.e. að vera bara hann sjálfur).
Pepper fer yfir til Paul og stríðir honum svolítið á því að Frazer gæti unnið þennan leik en Paul vill ekki hlusta á svoleiðis þvaður. Hann sagði bara að hann tapaði aldrei.
Sky fór í atvinnuviðtal og fékk stöðuna. Sagði þó aldrei frá því að hún ætti barn eða neitt. Harold er ekki alveg sáttur við þetta hjá henni en Susan skilur hvað Sky er að fara. Harold bíðst samt til þess að passa Karry svo að Sky geti farið á eitthvað partý í vinnunni. Scott er viss um að þetta partý sé bara afsökun fyrir yfirmanninn að reyna við Sky og hún vill það ekki. Þannig að Scott fer með henni og þykist vera kærastinn hennar.
Þá vinum við okkur aftur að Frazer og Rosie, þau eru að fara á stefnumót og Paul fylgist með þeim handan götunnar. Rosie er í fallegum rauðum kjól, þó svo að hann sé ekki einhver glamúr kjóll eins og sá sem hún var í á stefnumótinu með Paul. Frazer er mjög ánægður og segir henni hversu falleg hún sé. Segir svo að hún sé kannski ekki í bestu skónum þar sem limman þeirra sé að koma. Rosie skilur ekkert en Frazer heldur á skógkassa sem inniheldur íþróttaskóg. Frazer segir þá að hann hafi ákveðið að ganga með henni á stefnumótið. Paul stendst þá ekki mátið og vill endilega trufla þau og fer yfir og vill fá að tala við Rosie í einrúmi. Rosie leifir honum aðeins að tala við sig en segir svo að hún sé að fara með Frazer. Frazer segir Paul þá að þau séu að fara að borða á hótelinu. Paul hringir því á hótelið og biður alla þjónana sína um að haga sér eins illa og þeir geta og fylla salinn af háværu fólki. Frazer og Rosie kyppa sér ekkert upp við það og það fer í taugarnar á Paul (sem er núna falinn þar sem Pepper faldi sig deginum áður). Paul lætur því þjóninn fá einhvern geisladisk og biður um að hann sé settur í og stillt hátt! Það reynist vera eitthvað hipp/hopp/diskó/RMB lag á þessum geilsadisk, sem er mjög pirrandi. Frazer og Rosie fara þá bara að dansa við tónlistina og það síður alveg á Paul (enda var hans áætlun að eyðileggja stefnumótið fyrir Frazer). Á endanum hellir svo þjónninn vínglasi yfir Frazer og þá kemur Paul fram og bíðst til þess að borga fyrir hreinsun, Frazer segist ekkert þurfa á því að halda, hann geti vel farið með sín eigin föt í hreinsun. Frazer vill svo fara að borga reikninginn en þá segir Paul að það sé ekki næg innistæða á kortinu fyrir máltíðinni (sem var ekki satt þar sem Frazer var ný búinn að setja inn á kortið). Rosie bíðst þá til þess að borga helminginn en Frazer neitar því, segir að hún geti borgað þegar hún bjóði honum á stefnumót. Paul segir þá að Frazer verði að borga skuldur sínar með því að vaska upp en hann geti keyrt Rosie heim. Rosie segist þá ekkert vera að fara heim með Paul heldur ætli hún að vaska upp með Frazer. Paul verður þá eftur fyrir vonbrygðum enda eru öll hans klóku ráð til þess að eyðileggja stemninguna bara búin að gera það að verkum að Rosie og Frazer eru mun nánari ef eitthvað er. Þar sem þau eru svo að vaska upp segir Frazer henni að hans fyrsta starf hafi verið uppvask á einhverjum stað svo að hann sé í rauninni prófesjónal í þessu. Þau hlægja mikið og ganntast þar til að sapufroða festist í hárinu á Rosie. Frazer ætlar að taka sápuna úr hárinu á henni en þá heldur hún að hann ætli sér að kyssa hana og skammar hann og segir að hann sé ekkert skárri en Paul. Frazer segist kannski ekki vera mjög góður en hann sé að minnsta kosti betri en Paul og segir að hann hafi bara ætlað sér að taka sápuna úr hárinu á henni. Hún biður hann þá afsökunnar og segir að þetta sé besta stefnumót sem hún hafi farið á! Frazer er sammála henni þar og þau kyssast mjög innilega þarna í eldhúsinu, Paul að sjálfsögðu fylgist með því eins og öllu hinu á stefnumótinu. Paul kemur svo inn og segir að þau séu búin að vinna fyrir mat sínum. Þau ganga því fram en Frazer þarf að snúa við þar sem hann gleymdi jakkanum sínum, sem Paul henti í ruslið af hreinni reiði. Svo þegar Paul kemur heim þá eru Frazer og Rosie líka að koma heim, hann með hana á bakinu þar sem hún var búin að standa svo lengi að hann vildi ekki að hún þyrfti líka að ganga heim. Þá kemur Pepper að Paul og segist ekki sjá betur en að Frazer sé búinn að vinna. Paul verður þá mjög reyður og segist aldrei tapa!
Sky er með mömmumorgunn heima hjá sér þar sem hún býður fullt af öðrum mæðrum heim til sín. Allar hinar mæðurnar eru að tala um mennina sína, atvinnu eiginmannana og hversu æðislegt það sé að eiga barn. Sky finnur sig ekki í þessari umræðu en reynir af bestu getu að komast inn í hana. Segir nokkra vafasama brandara sem hinar mæðurnar misskilja illa. Segir svo sannleikan um stöðu sína og Karry og einnig að hún hafi á tímabili ekki vitað hvort væri faðir hennar. Þá halda mæðurnar að hún sé að djóka og hlægja bara. Sky hrinigr í Scott og biður hann að koma og þykjast vera Dylan og losa sig við allar þessar konur. Scott bregst við en þá er Harold næstum búinn að eyðileggja koverið. Allar konurnar fara heim en bjóða Sky að hitta þær í næstu viku á öðrum stað. Sky talar þá um hvað þessar konur væru snobbaðar og fordómafullar. Harold bendir henni þá á að sú eina sem hafi verið fordómafull þarna sé hún sjálf.
Í þættinum í dag var svo ekkert meira um þetta. Þá var Karl að kaupa hænur, en hann er búinn að ákveða að vera með einhvers konar ræktun heima á alls kyns matvælum þannig að það komi ekki niður á heimilinu að hann sé hættur að vinna. Susan er þó ekki mjög hrifin af þessu uppátæki en segir ekkert við því.
Jenay (man ekki hvernig nafnið hennar er skrifað) fer að húsinu þar sem Max býr núna með mynd af þeim fjölskyldunni. Hún hefur skrifað miða sem á stendur: Manstu eftir okkur? Hún ætlar sér að koma myndinni inn um hurðina án þess að fólkið inni í húsinu fatti að hún sé þarna en það mistekst. Max heyrir umgang og kemur út. Jenay felur sig svo hann sér hana ekki.
Boyd er að skipuleggja mjög fínan kvöldverð handa Jenay og Scott kemur að honum þar sem Boyd er að hamast við að ákveða hvernig búðing hann eigi að gera. Scott spyr hvað hann sé að gera og Boyd segir þá að Jenay elski þennan búðing og hann vilji því gera hann fyrir hana. Scott verður mjög hissa og spyr hvenær það hafi breyst? Bendir Boyd svo á að það hafi ekki verið svo langt síðan að það var hægt að kæta Jenay með því að panta pizzu.
Haninn hans Karls vekur svo alla götuna mjög snemma um morguninn og það eru allir mjög pirraðir!
Boyd og Jenay töluðu alminnilega saman kvöldið áður og hafa ákveðið að tala ekkert framar um þessa ferð Boyds til Tansmaníu. Boyd fylgir Jenay í vinnuna en þá er búið að skrifa eitthvað niðrandi um Chriss á vegginn.
Pepper og Nad eru bæði að bora morgunmat á kaffistofunni og eru að ræða saman þegar Jenay kemur inn og fer að skamma Pepper fyrir að hafa gert þetta. Pepper skilur ekkert hvað hún á við svo Pepper og Nad fylgja Jenay aftur að verkstæðinu. Pepper segist þá ekki hafa gert þetta en biður Nad um að hjálpa sér við að þrífa þetta. Jenay hellir sér þá yfir Pepper og segir að hún sé ömuleg við mömmu sína! Pepper segir að það sé ekki hennar að skipta sér að því en Jenay er á öðru máli! Nad tekur upp málstað Jenay og þá fýkur verulega í Pepper.
Boyd og Jenay fara saman í morgunmat og þá segir Boyd að hann sakkni svo pabba síns. Hún reynir að kæta hann en það gegnur ekkert. Boyd segir að það væri nánast betra ef pabbi hans væri dáinn því þá myndi hann vita hvar hann væri.
Sky fær þær fréttir í vinnunni að það eigi allir að fara í eitthvað ferðalag upp í óbyggðir og vera það í einhverja daga. Hún fer alveg í kerfi. Scott og Harold segja að hún verði að fara þeir lofa að gæta Karry vel og ef illa gengur muni Dylan koma inn í málið.
Steff er hjá Todie og vill kyssa hann. Totie ýtir henni frá sér. Scott og Sky koma að heimsækja Totie og Totie hélt að þau væru byrjuð saman. En þau leiðréttu það mjög fljótlega. Steff fer að hitta Susan og Karl og segist verða að tala við einhvern þar sem mamma hennar sé ekki heima. Susan og Karl segja þá Steff að Totie sé í mikilli hættu og að ef hann hreifi sig geti hann orðið alveg lamaður eða bara dáið. Steff fer þá aftur upp á sjúkrahús og spyr hann hvers vegna hann sagði henni ekki frá þessu? Hann sagði þá að hún þyrfti að ganga í geng um nóg þó svo að hann færi ekki að bæta sér inn á þann lista líka. Hún segist þá bara vilja hann alveg sama hvort að hann sé í hjólastól eða eitthvað annað!
Jenay fer og hittir Max þar sem hann er úti í garðinum sínum að sinna plöntum. Jenay byrjar að tala við hann og hann spyr hvernig hún hafi fundið sig? Hann man sem sé alveg eftir þeim öllum. Jenay segist þá ekki vera þarna út af sér heldur finnist henni tímabært að hann komi heim til fjölskyldu sinnar. Max segist ekki geta það og að þau séu betur sett án hans. Jenay sagði honum þá að ef hann ætlaði ekki að koma heim gæti hann vel komið heim þó það væri ekki nema bara til þess að kveðja fjölskylduna sína.
Ned kemur heim til Pepper og biður hana afsökunnar á því að hafa verið að skipta sér af þessu öllu á milli hennar og mömmu hennar. Pepper segist þá hafa verið á leiðinni til þess að biðja hann afsökunnar sjálf. Á meðan þau eru að tala þetta byrjar Karl að syngja fyrir hænurnar sínar. Pepper er þá alveg búin að fá nóg af Karl og þessum hænum og strunsar út í garð með Ned á hælunum. Hún hellir sér yfir Karl og biður hann um að hætta þessu. Karl skilur alls ekki hvers vegna Pepper er svona pirruð og Susan skerst í leikinn. Hún fær Pepper til þess að hætta að öskra á Karl og reynir sjálf að fá Karl til að skilja hvað það er sem er að pirra alla! Karl skilur það þó ekki.
Ég man ekki eftir fleiru í bili, vona að þetta hjálpi eitthvað.