Mánudagur:
Taylor sagði Stephanie hvað gerðist þegar hún sagði Ridge að hún kyssti Taylor og svaf hjá James. Steph ákvað að tala við Ridge og reyna að laga þetta. Ridge sagði Brooke frá öllu þessu með Taylor, Hector og James. Brooke huggaði Ridge og eftir að hann fór kom Stephanie og sagði henni að láta hann í friði. Brooke stóð á sínu og Stephanie lamdi hana. Nick sagði Massimo frá þessu með Taylor og Ridge (bara um Hector og kossinn náttlega) og Massimo hafði miklar áhyggjur.
Þriðjudagur:
Brooke dæmdi Stephanie fyrir að hylma yfir framhjáhaldi Taylor með James. Ridge var í uppnámi yfir hræsni Stephanie og Taylor í garð Brooke, og hann hugsaði hvort hann hafi tekið rétta ákvörðun með því að fara frá Brooke til Taylor. Brooke horfði í augu við Taylor og sagði að hún veit um James. Hún sagði henni að hún muni aldrei aftur finnast lægri en hún eða Stephanie aftur. Felicia heimsækti Nick og Bridget og þau sýndu henni herbergið fyrir Dominick. Þau spurðu hana hvort hún vildi taka myndband fyirr Dominick til að hann gæti horft á þegar hann verður eldri. Hún samþykkti það og Nick tók það upp.
Miðvikudagur:
Stephanie reyndi að sannfæra Ridge til að fyrirgefa Taylor og reyndi að fá hana til að gera það rétta með Ridge. En Taylor sá að henni er meira umhugsað um að Ridge endi með Brooke, frekar en að hún bjargi hjónabandinu. Þegar Brooke kom heim fann hún Ridge að leika við R.J. Ridge sagði hve mikið hann sakni barnanna sinna, og Brooke. Ridge undibjó sig að spyrja Brooke mjög mikilvægri spurningu.
Fimmtudagur:
Brooke stöðvaði Ridge um að spyrja hana um nokkuð og sagði honum að sættast við Taylor. Ridge hringdi í Taylor og sagði henni að hitta sig uppí Big Bear (þar sem hún svaf hjá James). Hector sagði Taylor að halda áfrm með honum, en hún sagði að allt muni enda vel hjá henni og Ridge. Taylor og Ridge hittust í Big Bear og hún byrjaði á að biðjast afsökunnar. Ridge kallaði hanna hræsnara og svaraði ekki afsökunarbeðini hennar. Nick segir Jackie frá vandræðum Taylor og Ridge og Brooke kemur, Jakie fór. Hún sagði Nick frá nóttinni þeirra Taylor og James og Nick áttar sig á hver slæmt ástandið er. Hann bað hana um að fara ekki aftur til Ridge.
Föstudagur:
Ridge sagði að hann muni aldrei fyrirgefa Taylor og segir að hann elski Brooke og hann eigi heima hjá henni og R.J. Hann sagði að hjónabandið þeirra væri búið og þau föðmuðust. Stephanie heimsækti Hector og sagði honum að láta Taylor í friði og reynir að kenna honum um allt. Hector neitar því sem hún bað hann um. Nick bað Brooke um að fara ekki aftur til Ridge. Hún sagði honum að hún elski hann enn (Nick), en að þau skuli ekki láta eftir þessum tilfinningum. Brooke áttaði þá sgi á að Ridge gæti verið að enda hjónabandið með Taylor til að vera með sér.
Bætt við 20. október 2007 - 19:25
haha, á mánudeginum, þarna ég meinti Taylor sagði Stephanie hvað gerðist þegar hún sagði Ridge að hún kyssti Hector, ekki Taylor … !