Já, þetta fór allt í klessu þegar Ignacio kom á útskriftina hjá Ruben og Anabelu. Allt útaf Morönu. Sko ég skil hana ekki alveg, ég hélt að hún vildi ekki gera neitt til að eyðileggja fyrir Ruben en samt gerir hún þetta, maður veit ekkert hvað maður á að halda um hana. Hún er ábyggilega góð inní sér og útaf æsku sinni, hún ólst víst upp við mikið ofbledi, en samt hvernig hún hegðar sér, viljandi að eyðileggja fyrir fólki..! Hún var víst að gera þetta e-ð til að Ignacio ætti inni hjá henni greiða, hún ætlar að taka fyrirtækið af honum og e-ð.
En vá, Ignacio brjálaðist bara og setti Alcides og Ruben í fangelsi! Auðvitað var ekkert rétt það sem þeir gerðu, en þetta er allt útaf Ignacio! Meina, að þvinga Alcides til að verða fulgmaður ef hann hefur engan áhuga á því og hann er líka flughræddur. Það er reyndar doldið til í því sem Ignacio sagði, að Alcides hefur aldrei tekið ábyrgð á lífi sínu, en þetta er samt too much!
En ég vorkenni geðveikt Ruben. Loksins var draumurinn um að verða flugmaður að veruleika og þá gerist þettta. En það var geðveikt sætt þegar Anabela skilaði flugvélahálsmeninu aftur og sagðist vilja verða kærastan hans aftur;) En þá klikkaðist Alcides og þeir fóru að slást.
Já, svo með hann Alcides. Hann á að vera góður í sér held ég og hann er mjög skemmtilegur, alltaf að dansa og syngja, en stundum þoli ég hann ekki! Ég skil hann stundum heldur ekki alveg sko. Hann er ástfanginn af Dulce, en hann er samt alltaf að hanga í kringum Anabelu, hann elskar hana ekkert í rauninni, hann heldur það bara. Mér fannst rosa sætt þegar hann sagði Dulce að hann vildi vera með henni, en ekki lengur þegar hann sagði að hann vildi ekki segja neinum. Ég vorkenni Dulce greyinu ógeðslega mikið, henni líður eins og hann skammist sín fyrir að vera með henni og vilji ekki sýna neinum að hann sé með henni, og það er rétt. Ég vona að það viðhorf muni nú breytast og það á örugglega eftir að breytast, en samt særir hann hana ógeðslega mikið.
Já, þetta er orðið rosa langt, en hver er ykkar skoðun á öllu þessu?
Bætt við 19. október 2007 - 16:01
Já, gleymdi að segja með Morönu, að Zarataco er sá eini sem sér í gegnum hana. Hann grunar líka að hún hafi verið e-ð viðriðin því þegar Ignacio komst að þessu öllu.