Mér finnst þessir þættir frábærir og ef maður fílar þessa týpu af sjónvarpsefni “unglingasápur” þá er þetta TÆR SNILLD og ekki skemmir fyrir að þetta er í íþróttamynda fílingnum líka :-)
En ég fór í gegnum seríuna á 2 vikum og hún batnar bara eftir því sem á líður og missir aldrei dampinn. Eins og aðrir hafa sagt þá er þetta líka mjög vel skrifaður þáttur, og maður getur ekki annað en elskað allar persónurnar því þær eru eitthvað svo alvöru … nema náttúrulega Voodoo, hann er ógeð - en hann drap auðvitað Sammy minn svo það var nú ekki við því að búast að manni gætað líkað við hann :-)
En með myndina, ég dýrka hana auðvitað líka svo kannski hefur það eitthvað með það að gera að þátturinn í íþróttamyndastílnum og ef maður hefur ekki gaman af íþróttamyndum að þá mun manni kannski aldrei þykja þessi þáttur skemmtilegur … en hef samt pínt vinkonu mína til að horfa á þá þætti sem Skjárinn er búinn að sýna og hún hefur ekki gaman af íþróttamyndum en er alltaf að sjá betur og betur að FNL eru geggjað góðir!
Clear eyes, full hearts, can´t loose!