Já, nafnið segir sig sjálft. Hann er búinn núna. Mér finnst það geðveikt sorglegt en hann þurfti að enda einhvern tímann…
Hann endaði allavega vel;) Coral & Alejandro giftust með alvöru brúðkaupi núna í kirkju og hún var í hvítum kjól;) Það er gaman að nefna að þau eru í alvörunni gift, Marjorie og Ricardo, sem leika þau:) Það er doldið kaldhæðnislegt að Francisco hafi fengið nýru úr Orlando… En hann lifði og það var geðveikt sætt þegar hann bað Topacio!! :D Esmeralda og Duque ákváðu að bíða aðeins lengur með að gifta sig en þau eru allavega saman og voða happy:) Mendoza húsið er orðið geðveikt flott og Alejandro, Coral, Perla, Duque & Esmeralda búa þar, Teresa flutti til Benjamíns;) Perla sýndi föt á opnuninni á nýnja Tískuhúsi Carmelu. Tímaritið Pana DJ seldist loksins. Titillinn hennar Gölu var tekin af henni. Og já, nenni ekki að telja upp allt…!
En þetta endaði bara frábærlega! Coral & Ale, Topacio & Fran, Duque og Esmeralda að kyssast eftir giftinguna.
En á mánudaginn byrjar nýr þáttur sem heitir Por Todo Lo Alto (Wings of Love) og er um þrjár ungar konur sem eru að reyna fyrir sér í flugiðnaðinum. Það er þó ekki auðvelt af því þar stjórna karlmenn ölu og konur eru yfirleitt fastar í flugfreyjustarfinu.
Það verður gaman að sjá hvernig hann verður;)