Æi, þetta var svo sorglegt atriði þegar hann dó. Ég var að vona eftir kraftaverki bara og hann myndi læknast! En því miður ekki… ég fór alveg að gráta í atriðinu, Coral, Topacio, Esmeralda og Carmela voru allar þarna grátandi…:(
Það var gott að Topacio og Coral gátu fyrirgefið honum áður, en þær höfðu svo stuttan tíma.. bara fyrirgefðu og síðan fer hann.
Jæja, allavega er Topacio loksins búin að fatta að hún elskar Francisco;) Vona að það verði allt í lagi með hann…!
Og síðan að Justo skyldi deyja var hrikalegt! Af hverju þurfti óþokkinn Orlando að drepa hann???!!! Og vonandi missir Coral ekki fóstrið. Hún er búin að að ganga í gegnum svo margt, pabbi hennar dó, frændi hennar dó og hún er búin að missa mömmu sína líka. Ef hún missir barnið þá verður það bara of mikið!!!