Já, bara nafnið á korkinum… STEPHANIE!!!!!! Hvenær ætlar þessi kona að gefast upp???? Hvað kemur það henni við að Brooke og Nick elska hvort annað? Og hún segist vera að gera þetta til að vernda Bridget! Hún er bara að gera þetta af einni ástæðu og sú ástæða er: HEFND GEGN BROOKE! Ekkert annað. Hatar hún virkilega Brooke svona mikið að hún ætlar bara að skipta sér af ÖLLU SEM KEMUR HENNI EKKERT VIÐ og eyðileggja sambandið milli Brooke og Bridget. Ok, Brooke er ekki fullkomin. En er einhver fullkominn? Hún hefur gert mistök, en hver hefur ekki gert mistök?
Ok, auðvitað skil ég þetta, doldið ógeðslegt að Bridget sé gift manni sem elskar mömmu hennar en hún vissi alveg að þau hefðu verið saman þegar hún byrjaði með honum. Hún hefði alveg getað hugsað útí þetta, ,,vil ég virkilega vera með manni sem er búinn að vera með mömmu minni?" En þau mistök gerði Bridget að hugsa ekkert útí það og bara giftast honum og vera með honum. En þetta kvöld í bátnum hefði aldrei gerst ef Bridget hefði ekki logið um fóstueyðinguna. Ég er ekki að kenna henni um þetta allt en þetta er bara staðreynd.
Allavega, aftur til Stephanie. Þetta er orðið soldið meira en hatur hjá henni í garð Brooke, hún er bara með hana á heilanum. Að taka hana úr fjölskyldunni og eyðileggja hana alveg. Hún lítur ennþá bara á hana sem druslu úr dalnum blabla… og kennir henni um að Eric fór frá sér. En DAAAAAA! Þau voru skilin þegar Brooke og Eric byrjuðu saman! Allavega, ég vildi bara koma þessu útúr mér. Mín niðurstaða er að annaðhvort er Stephanie bara með Brooke alveg á heilanum á sér eða hún bara á e-ð vandamál með að SKIPTA SÉR EKKI AF! Eða bæði. Það er mín niðurstaða.
Takk! :D