Hum. Jú þar sem jarðskjálftinn hafði eiðilagt húsið þeirra bjuggu þau heima hjá Coopers fjölskyldunni og Summer. Taylor var farin aftur út til Frakklands í nám (það voru liðnir 6 mánuðir frá jarðskjálftanum). Julie var líka orðin ólétt og aftur byrjuð með Bulit.
Summer og Seth höfðu varla farið út úr herberginu hennar sem þau deildu saman og voru orðin svolítið skrítin.
Ryan var líka eitthvað undalegur (það hafði víst bara slitnað upp úr sambandi hans og Taylor án þess að þau hefðu klárað dæmið).
Julie var að fara að giftast the Bulit en áður en hún gat gifst honum varð hún að hitta alla syni hans (sem voru eitthvað um 12 eða 14). Þegar á þessu öllu stóð fattar Kaitlin það að móðir hennar gengur ekki með barn Bulits heldur Franks. Hún spyr hvort að Bulit viti þetta? Julie sagðist hafa sagt Bulit þetta en hann hefði samt vilja gangast að því að eiga hana og barnið.
Sandy, Kirsten og Ryan voru að skoða hús til þess að flytja inn í. Þau voru ekkert allt of ánægð með það enda var það ekki eins og gamla húsið þeirra.
Ryan biður svo Seth um að fara með sig á flugvöllinn því að hann verði að fara eitthvert. Hann vildi þó ekki segja meira bað bara Seth um að koma með sér og segja engum frá því. Þegar þeir koma á flugvöllinn er Summer þar komin til þess að taka á móti Taylor (en Summer hefði ekki mátt segja strákunum sérstaklega ekki Ryan frá því að Taylor væri á leiðinni). Taylor hélt að Ryan væri að koma að ná í sig en hann gékk bara fram hjá henni án þess að segja mikið við hana. Seth talaði eitthvað við stelpurnar en sagðist vera að fara eitthvað (vissi ekki hvert hann væri að fara).
Ryan var þá að fara til Berkly þar sem Sandy og Kirsten höfðu byrjað að búa saman og þeir Seth reyndu að kaupa gamla húsið þeirra aftur þar. Þá bjuggu þar hommar sem vildu ekki selja húsið. Ryan og Seth hrindu þá í foreldra sína og báðu þá um að koma til þeirra. Þar sem Kirsten var komin alveg á steiperinn mátti hún ekki ferðast með flugi, en the Bulit reddaði því með einni enkaþotu sinni.
Á meðan strákarnir eru að bíða eftir foreldrum sínum fóru þeir eitthvað að rölta um miðbæinn og þá kemur einhver gaur og er að dreyfa einhverjum miðum. Seth fær einn hjá honum og þá er verið að auglýsa George dæmið sem Summer hafði gefið upp á báttin einhverju áður. Seth og Ryan fóru eitthvað að tala um lífið og stelpurnar í þeirra lífi og komust að því að kannski væri eitthvað sem þeir gætu gert betur?
Svo komu Sandy og Kirsten og þau reyna ásamt sonum sínum að fá að kaupa húsið. Hommarnir vildu það nú ekki, en þar sem þau eru að tala saman um þetta mál þarf Kirsten að pissa. Hún fær að fara á klósettið en þá fær hún allt í einu hríðar. Brúðkaupið er þá alveg að fara að byrja og Sandy hringir heim til O.C. og segir að þau komist ekki í brúðkaupið.
Katlin fer og hittir Frank og segir honum að hann sé aumingi ef hann ætlar bara að ganga í burtu frá móður sinni án þess að berjast. Hún sagðist halda að hans fjölskylda væri ekki svona fljót að gefast upp.
Julie var komin í allann sinn skrúða og Summer var að hjálpa henni og þær töluðu saman um lífið og hvernig maður lifir því. Julie sagðist alltaf hafa langað til að fara í meira nám en þar sem hún hafði verið svo ung þegar hún átti Marissu hefði ekkert orðið úr því. Hún bað Summer um að flíta sér ekkert of mikið inn í fullorðnalífið með Seth. Summer lét Julei hafa nisti þar sem var mynd af Marissu í. Svo fá þær fréttirnar af því að Cohen fjölskyldan komist ekki og þá segist Julie ekki geta gift sig án þess að hafa Kirsten sér við hlið. Þar af leiðandi fara allir (brúðkaupsgestir, fjölskyldan og hin verðandi brúðhjón) með enkaþotum til Berkley.
Á meðan að allir eru að ferðast með flugi er Kirsten að eiga barnið sitt í hjónarúmi hommanna, en annar þeirra var akkúrat ljósmóðir. Þegar lítil stúlka (sem fær nafnið Sofie) er fædd er barið að dyrum. Þá er það brúðkaupsveilsan öll komin og hommarnir eru svolítið hissa. Bulit spyr hvort að annar þeirra sé kannski veisluskipuleggjari? Og þá reyndist hinn vera það. Þau setja því upp brúðkaup í garðinum. En á meðan fara Ryan og Seth að tala við stelpurnar í lífi sínu. Ryan og Taylor komast nú ekki langt því þau fallast í heita faðma og komast að því að þau elska ennþá hvort annað (annar homminn gengur inn á þau í miðjum klíðum). Seth segir við Summer að þetta verði að breytast hún verði að fara með þessu George liði og gera það sem hún verður að gera þar og hann verður að fara einn í skólann til þess að læra. Þau ákveða svo að vera í pásu á meðan.
Frank sem er ennþá í O.C. gerir tilraun til þess að stöðva brúðkaupið en þá er kirkjan að sjálfsögðu tóm. Hann hringir þá í Katlin og biður hana um að segja sig á hátalara. Þá segir hann öllum að hann eigi barnið sem hún gengur með og hann vilji giftast henni. Bulit spyr hvort hún vilji frekar eiga Frank? Julie segist þá hvorugan vilja. Því verður ekkert úr giftingunni. En að því loknu segja hommarnir að Cohen fjölskyldan eigi greinilega að eiga heima í þessu húsi þar sem þetta er húsið þeirra. Þar sem á einum degi hefði sú fjölskylda, fætt barn, kelað rosalega og nánast gift í garðinum.
Þegar Julie kom aftur heim fann hún bæklinga um framhaldsnám sem Summer hafði gleymt og ákvað að skrá sig í svoleiðis.
Þá fóru allir aftur heim til O.C. Cohen fjölskyldan fór að pakka dótinu sínu til þess að flytja það. Seth, Ryan og Taylor keyrðu Summer á George rútuna. (Það var svo sorglegt þegar Summer og Seth voru að kveðjast). Svo var búið að pakka öllu dótinu og allir voru á leiðinni í nýja húsið nema Seth sem var að fara í sinn skóla. Sandy, Kirsten og litla Sofie fóru á svarta jeppanum. Ryan ætlaði að keyra á sínum bíl. Ryan bauðst til þess að keyra Seth á flugvöllinn en Seth sagðist þurfa að læra að gera eitthvað sjálfur og því kvöddust þeir í síðasta sinn við útidyrnar heima hjá þeim.
Þegar allir voru farnir fór Ryan aftur inn í húsið og kvaddi það (rifjaði upp gamlar minnigar frá húsinu). (Það var líka mjög sorglegt).
Svo var spilað eitthvað lag. Á meðan að það var spilað voru þau öll sýnd gera eitthvað (sem átti að þýða 4 næstu ár eða svo). Julie útskrifaðist, sonur hennar og Franks varð 4 ára og átti 2 pabba. Ryan útskirfaðist sem arkítekt. Sandy fór að vinna í lagadeildinni í gamla háskólanum sínum. Summer var á fullu í því að bjarga heiminum og Seth fylgdist með henni í gegn um fjölmylda samhliða því sem hann stundaði sitt nám. Í endann á laginu voru greynilega 4 ár liðin því þá voru Seth og Summer að gifta sig í bakgarðinum (þar sem Julie og Bulit reyndu að gifta sig). Ryan og Taylor voru svaramaður og brúðarmeyja og voru greynilega ennþá saman.
Í endan á þættinum var Ryan að ganga út frá vinnustaðnum sínum og sá þá mjög óhamingjusaman strák í kring um 12 ára aldurinn (sem lýktist honum mjög svo). Hann kallaði á strákinn og spurði hvort ekki væri allt í lagi? Og þá var þátturinn búinn.
Ég held að ég hafi ekki gleymt miklu?