Guiding Light fyrst sýnt í sjónvarpi
55 ár eru liðin frá því að sápuóperan Leiðarljós var frumsýnd í sjónvarpi og eru þættirnir orðnir rúmlega 15.000 talsins.
55 ár eru liðin frá því að sápuóperan Leiðarljós var frumsýnd í sjónvarpi og eru þættirnir orðnir rúmlega 15.000 talsins. Enginn þáttur hefur verið jafn lengi í sjónvarpi og er þátturinn skráður í Heimsmetabók Guiness.
Sápuóperan sjálf er þó í reynd 70 ára gömul og var upphaflega útvarpsþáttur á NBC. Irna Phillips, höfundur þáttanna, byggði handritið mikið til á eigin reynslu. Hún missti fóstur 19 ára gömul og leitaði huggunar í orðum prests sem predikaði í útvarpi. Hún skrifaði söguna Guiding Light þar sem aðalpersónan var einmitt prestur og var ljósið í glugga vinnustofu hans “leiðarljós” ráðvilltra kunningja.
Upptökuver Guiding Light var fyrst staðsett í Chicago en síðan var ákveðið að flytja það til Hollywood þangað sem allir leikarar flykktust. Í dag eru þættirnir teknir upp á Manhattan í New York.
Jerry ver Dorn sem túlkar Ross Marler hefur leikið lengst í þáttunum eða í 26 ár. Aðrir leikarar hafa staldrað styttra við í þáttunum og eru sumir þeirra frægir leikarar í dag. Þar má nefna Christopher Walken, Kevin Bacon, Calista Flockhart, Mira Sorvino, Peter Gallagher úr the O.C., Melina Kanakaredes úr Providence og CSI: NY og Ian Ziering sem lék Steve í Beverly Hills 90210.
TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN - Ljósið 55 ára
Fengið úr fréttablaðinu í dag