Jæja, þá er það komið í ljós að það er hugsanlega eitthvað að barninu sem Sky ber undir belti. Ég vona bara að líkurnar vinni með þeim og það sé ekkert að barninu, en það eru ekki miklar líkur á því að þetta barn sé heilbrigt.
Hún er að sjálfsögðu ekki búin að segja neitt um faðernið þó svo að ég hafi sent henni hugskeiti á hverjum degi núna. Dylan er alveg augljóslega hrifinn af Sky ennþá en því miður á hann aðra kærustu. Það verður því spennandi að sjá hvernig þetta leisist allt saman. Því miður verða eflaust allir sem að málinu koma særðir vegna sannleikans en þetta er samt sem áður sannleikurinn og ætti að koma fram.