Hvað finnst ykkur um þetta Susan Karl mál? Sjálf er ég mjög sár yfir því að þau séu ekki saman. Mér finnst hún Rachel mjög ósanngjörn við Susan og ég vona að hún sjái að sér sem fyrst! En ég er mjög hrædd um að Karl brjóti eyðinn og segi Susan frá því að Scot eigi barnið.
Þetta mál með Paul og konurnar í lífi hans er náttúrulega alveg farið úr böndunum! Hvað er maðurinn líka að hugsa? Hann býr með kærustu sinni og svo fær hann fyrverandi eiginkonu sína í heimsókn. Ég misti nú af einhverjum þáttum en ef ég skil rétt þá giftust þau aftur en samt sem áður heldur Izzy alltaf áfram að búa þarna. Svo kórónaði hann þetta allt með því að reyna við þessa Lilly sem Cam sonur hans var nánast að pikka upp. Svo hlær hann bara af þessu öllu saman og skammar þær fyrir að nöldra í sér. Eins og það sé þeim að kenna að hann er svona mikill aumingi að geta ekki tekist á við þessi vandamál. Hann hlaut að hafa séð það fyrir að það þýðir ekki að hafa fyrverandi eiginkonuna og núverandi kærustuna svona lengi undir sama þaki. Ég vona bara að hann fari ekki af ráðum Izzyar og skelli þessari skuld á Lyn (sem á ekkert illt skilið af þessu leiðinda pari).
Sky er ekki ennþá búin að ropa því upp úr sér hver er hinn rétti faðir og ég vona að hún komi því frá sér á morgunn því að þá getur Dilan farið að hætta þessu veseni fram og til baka. Og þá kannski er hægt að lækka rostann í henni Rachel sem heldur að hún sé svo fullorðin.