Það sem er nýlega búið að gerast er að allir í fjölskyldunni fóru frá Stephanie eftir að hún játaði að hafa feikað hjartaáfall. Hún gerði það til að nofæra sér aðstæðurnar til að Ridge myndi giftast Taylor (og það virkaði..)
Já, ef þú veist það ekki kom Taylor “frá dauðum”. Þegar Nick & Bridget voru að setja hringana (þau voru að giftast) upp heyrðist undarlegt konuöskur og Ridge fór að gá hver þetta væri. En hvern sá hann? TAYLOR. Hann fór á spítala eftir að Omar eða einhver lamdi hann. Þetta er allt mjög skrýtið…. En Taylor dó aldrei, hún er lifandi. Omar (gaurinn sem var með henni eftir flugslysið fyrir löngu) tók hana af spítalanum af því hann komst að því að hún andaði ennþá og fór með hana til sín. Hún var í dái allan þennan tíma og var að vakna fyrir ekki löngu síðan. Hann lét gera algjöra eftirlíkingu af henni, svona vaxmyndbrúðu og setti hana í staðinn fyrir líkið í gröfina. Og já, ef þú veist það ekki heldur þá dó Taylor í okt. 2002, við sáum það ekki af því það var spólað yfir það. Sheila skaut hana. Ridge þurfti síðan að taka mikilvæga ákvörðun, um hvora konuna hann vill.
Já, Stephanie fékk hjálp hjá Dr.Mark MacClaine (sem er sonur Clarkes!!) til að gera sér upp hjartaáfall af því hún var alveg í öngum sínum af því hún hélt að Ridge ætlaði að velja Brooke. Brooke og Jackie komust að sannleikanum og til að gera langa sögu stutta játaði Stephanie allt (af því annars hefðu Brooke & Jackie gert það) þegar Nick & Bridget ætluðu að gera aðra tilraun til að gifta sig. Allir voru mjög reiður (Taylor líka!) og Eric pakkaði saman og flutti út. Everybody left Stephanie!! Hehe… :)
Hope (dóttir Brooke og Deacon) lenti í slysi núna bara í síðustu viku. Nick var að passa hana og hún var í heita pottinum þegar hárið hennar festist í niðurfallinu (hún var að leika sér að halda niðrí sér andanum). Nick tók ekki eftir því fyrst af því hann var að tala við Dante (eða vara hann við útaf hann er abbó útí hann). Dante er vinur Bridget og líka einhver sem hjálpaði Taylor að flýja frá Omar. Eftir að Dante fór sá Nick fótana á Hope úr vatninu og náði hárinu af og náði henni upp, hann gerði lífgunartilraun og hjartahnoð og hún andaði. Það var farið með hana á spítalann og hún var meðvitundarlaus þar til í þættinum á föstudaginn eða e-ð minnir mig. Brooke kom og var reið útrí Nick og sagði að þetta væri hans sök og það hann um að fara, en hann fór í kapelluna að biðja fyrir Hope. Hector komst að því að það var e-ð að niðurfallinu, þannig að þetta væri bara slys sem biði eftir að gerast. Þá kenndi Brooke sér eiginlega líka um þetta. Hope vaknaði og sagði “Ma” og hún bað um Nick. Bridget kom að Brooke, Nick og Hope voða happy e-ð, akkúrat þegar Brooke og Nick voru að faðmast af því Brooke baðst fyrirgefningar (eiginlega bæði!) Bridget kemur alltaf þegar þetta lítur sem verst út hjá þeim!
Já, þau eiga sér sögu ef þú veist það ekki, Nick & Brooke. Þau voru saman um hríð og um tíma héldu allir að Nick væri faðir R.J (Ridge er pabbi hans). Nick er líka hálfbróðir Ridge (sonur Massimo og Jackie, en þú veist það örugglega!! :D
Jámm, ef það er e-ð óskiljanlegt hjá mér, endilega segðu það (eða skrifaðu;))
Bætt við 16. maí 2007 - 20:50
Jámm, líka að Thomas giftist Gabby (dóttir Helen sem var húshjálp heima hjá Stephanie (og Eric)). Hún komst að því að hún er ólöglegur innflytjandi og þau giftust til að hún gæti verið áfram í L.A. og farið í nám. Þau eru líka saman og ég held að þau elski hvort annað… :)