Cleary opnaði kistuna en þá var Hart einhvern veginn farinn…! (hann var samt hjá trjánum). Þau handtóku Roger og hann fór í fangelsi. Eftir að Frank og Cleary fóru með Roger kom Hart úr felum og hann og Dinah kysstust - sem leiddi til að þau sváfu saman í hellinum sem Dinah vildi “grafa” Hart í.
Næsta dag komu Frank og Cleary en Dinah fór að tala við þau og Hart fór.
Blake kom með Ross í fangelsið og Roger var næstum búinn að segja henni hvað hann gerði við Hart -en hann gerði það ekki. Blake grunar samt að hann hafi gert e-ð, eða hún er ekki alveg viss. Leo borgaði trygginargjald og Roger var frjáls maður.
Quintin var að fara að grafa þar sem Hart var “grafinn” og J var þar líka (hann ætlar að vinna hjá pabba sínum) þegar Roger kom og reyndi að stöðva hann. Hann réðst meira að segja á hann. Dinah kom og Frank og í endanum í gær ætlaði Roger að játa allt, eða þannig skildi maður það.. Nákvæmu orðin sem hann sagði voru: Alright! I did it!! minnir mig…
Marcus kom til Dinuh og var að segja henni frá Dahliu (hann sagði ekkert hver hún væri) og Dinah gaf honum ráð. Marcus spurði hvað væri í gangi og hún sagði bara að hún myndir vera frjáls, losna frá Roger bráðum.
Griffin var að kenna einhverjum bekk í háskólanum og þegar tíminn var búinn kom einhver stelpa og var að reyna við hann! Gilly kom og laug upp sögu um að hún væri konan hans og þau ættu 5 börn eða e-ð. Stelpan fór… Marcus kom og spurði pabba sinn hvort hann mætti vinna hjá honum í sambandi við 5th Street dæmið til að vera nálægur Dahliu m.a.
Ég man ekki neitt annað merkilegt..
En láttu þér ekki bregða þegar J kemur á skjáinn, það er kominn nýr leikari:)
Bætt við 18. apríl 2007 - 20:24
Já, gleymdi að segja að að Roger sá Hart fyrir utan klefann sinn í fangelsinu, hann var þar í alvöru (í löggubúningi). Honum brá geðveikt og ég eld að hann hafi haldið að þetta væri bara draugar eða e-ð.. Hart var með byssuna sem Roger “skaut” hann með. Eftir að Hart fór fór hann til Dinuh og þau sváfu saman. Það var áður en þau fór á uppgröftin hjá Quitin.