Það er ekki málið. Taylor dó og Ridge er búin að “move on” og giftist Brooke. Núna eru þau gift og eiga R.J. og Hope lítur á Ridge sem pabba sinn. Bara af því eiginkona hans sem hann hélt að væri dáin er komin aftur, á hann þá að fara frá Brooke og segja ,,Brooke, það er búið að vera þægilegt að hafa þig, þú ert búin að sinna mér og börnunum mínum vel en núna er “dána” konan mín komin aftur og ég verð að kveðja þig. Bless bless og eigðu gott líf."
Ég meina kommon!
En annars veit ég hvað hann gerir og allt… en þetta allt er bara svo asnalegt… Ridge getur ALDREI ákveðið sig hvora konuna hann vill, er alltaf að flakka og vill núna eyða dögum með þeim á meðan hin er e-ð bla.. þetta er svo fáránlegt!
Bætt við 16. mars 2007 - 18:58
Já, og Brooke er búin að vera ástfangin af Ridge síðan hún var 17 eða 18 ára en hefur aldrei getað verið almennilega með honum útaf Stephanie er alltaf að skipta sér af, henni finnst Brooke ekki nógu góð fyrir Ridge, hún er bara úr Dalnum. Stephanie lítur á Brooke sem druslu úr Dalnum og ekkert annað. Já ok, hún er kannski doldið oft í svona rúmsenum í undirfötum og eitthvað en hún er líka kona með tilfinningar sem er að deyja úr ást af Ridge! En af hverju þegar það er verið að tala um konu í Bold sem notar bara líkamann, af hverju er bara talað um Brooke?? Ég var að horfa á þáttinn í dag þar sem Taylor og Ridge eru nú bara búin að kyssast á fullu í strandhúsinu, kommon!
Og ég líka þoli ekki fólk sem á að vera svo fullkomið í sápum, það er málið! Maður fílar oftast “mannlega” fólkið, það er ekkert gaman að fólki sem er alltaf svo perfect og gerir aldrei nein mistök. Það er svo spennandi að þessu fólki sem gerir mistök og eru bara mennsk, annars væri þetta ekki sápa ef engin af þeim gerðu mistök! Fyrir utan fólk eins og Stephanie sem er alltaf að skipta sér af málum annara.
Svo er nú aðalmálið að Ridge er bara svo óákveðin mu hvora konuna hann vill, Brooke eða Taylor, að hann fer svo í taugarnar á mér og mörgum hér á huga og alls staðar bara, að ég skil eiginlega ekki hvernig þær nenna að hanga þarna og bíða eftir að hann ákveði sig í 40 ár eða e-ð! Ég fatta það ekki, ég væri búin að fá nóg og farin.
En ég ætla ekki að hafa þetta lengra…