Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem þetta gerist? Ég er nokkuð viss um að fyrir 10 árum eða svo hafi Taylor og Ridge verið gift, hún horfið/dáið, hann gifst Brooke og svo þegar Taylor kom í leitirnar var hann giftur þeim báðum og þurfti að velja á milli. Ég man reyndar ekki hvora hann valdi í það skiptið, hann er búinn að vera giftur þessum tveim svo oft að maður er löngu búinn að missa tölu á því.