Ég skil Katyu alveg að nokkru leyti. Krakkarnir eru búnir að missa báða foreldrana og eiga að því er virðist enga ættingja á lífi. Katya er eini ættinginn. Krakkarnir eru komnir til “ókunnugs fólks” að mati Katyu. Hún þekkir þetta fólk ekki neitt og er efins á tilgang þeirra og hæfileika til að ala systkini sín upp. Ég skil hana alveg.
Hins vegar þekkjum við Susan, Karl og alla hina mjög vel og vitum að það er gott fyrir börnin að vera hjá þeim. En Katya þekkir þau ekki neitt. Auðvitað vill hún stjórna þeim sem mest, hún treystir þessu fólki ekki enn þá.
Mér finnst hún samt ansi leiðinleg og ósanngjörn, en ég þekki náttúrulega alla “nágrannana”, ekki hún.