Þátturinn fjallaði aðallega um Janae og Boyd. Janae fór með pabba sínum til Karls í einhverjar blóðprufur. Hún heldur að hún hafi smitast af fyrrverandi kærastanum sínum af einhverju sem er sennilega alnæmi. Hún fær niðurstöðuna eftir viku.
Karl er viss um að Boyd hafi skoðað trúnaðarmál og sagt Janae frá því að hennar fyrrverandi væri með þennan sjúkdóm. Boyd segir honum ekki að Janae hafi stolið lyklunum. Karl ætlar að reka Boyd úr vinnunni fyrir þetta og varar hann við að hann geti kannski ekki orðið læknir út á þetta.
Boyd fær bréf um að hann hafi komist í læknanám.
Janae fer og segir Karli að þetta hafi ekki verið Boyd að kenna og hann fyrirgefur Boyd og hættir við að reka hann.
Janae segir við Boyd að hann ætti að hætta með sér, hún muni ekki erfa það við hann því hún sé alltaf að koma honum í vandræði. Boyd segist vilja vera með henni alltaf, eins lengi og hún vilji hann og þau faðmast og allt svakalega rómó. Þau eru sem sagt byrjuð aftur saman (hættu svo sem aldrei fannst mér).
Ég man ekki eftir neinu öðru merkilegu.