Gæti það verið að löggukonan, sem vinnur með Frank, sé systir hans Brent? Hún er að klúðra öllu og það virðist allt vera í Brents hag! Ég þoli ekki að sjá öll mistökin sem hún gerir!
Var hún ekki einmitt viðstödd þegar það var nýbúið að ræna Lucy og löggurnar reyndu að semja við Holly og Fletcher að birta þetta ekki í blöðunum?
Helvítis Roger.. Hann er stundum svo mikil snilld en hann getur oft farið í taugarnar á mér! Nú þoli ég hann ekki!! Varð svo pirruð þegar hann lét kveikja á sjónvarpinu í Turnunum og þar balsti við fréttin af Brent/Marian. Afhverju var hún kona (man ekki hvað hún heitir) að segja Roger frá þessu? Vissi hún ekki að Roger væri eigandi WSPR? GARG!!
Í lok þáttarins var Brent staddur í bænum þar sem fréttin birtist af honum í sjónvarpi úr sjónvarpsbúð. Og glöggur drengur sá að þetta var þessi umræddi maður í sjónvarpinu og gargaði: ,,Þetta er hann! Stoppið hann!" eða eitthvað álíka..
Michelle og þessi strákur voru víst að kyssast eitthvað í þættinum. Brent sá þau. Strákurinn fór að káfa á henni og hún sagði honum að gera þetta ekki. Brent fór brjálaður til Lucy og sagði henni að þær stelpurnar væru alveg eins. Æsa gaurana upp og segja síðan nei, þegar þær meina já. Sjúklegur hugsunarháttur hjá honum! :@