Olimpia, glæpakvendið, fann Pondoru og Jordi og reyndi að drepa Jordi, þ.e. skaut hann í öxlina. Þau héldu að hann væri dauður, þannig þau fóru bara með Pandoru á geðsjúkrahús, þar sem læknirinn ætlaði að drepa hana með því að fá hjúkrunarkonuna til að sprauta tvöföldum skammti af svefnlyfjum í hana, en svo þegar læknirinn fór, gerði hún það ekki. Valentina og Orestes eyddu nóttinni saman og eru yfir sig ástfangin af hvoru öðru.
Svo seinna hringdi Jordi í Franklin, vinnufélaga sinn, og fékk hann til að koma og hjálpa sér. Hann gerði það auðvitað.
Ariadna fór upp á spítala vegna blæðinga og þá komust foreldrar hennar (Olimpia og Juan Angel) að því að hún var ólétt. Hægt var að bjarga henni, en ekki barninu hennar. Einnig var “tekið hana úr sambandi”.
Svo voru Roman og Lorenzo handteknir fyrir áfengissmygl. Orestes kemur svo í fangelsið og lemur Roman í klessu, þar sem hann gerði Ariödnu ólétta.

Það verður spennandi að sjá hvort þau nái að koma Olimpiu og undirtyllu hennar, Roque, í fangelsi. Ég þoli ekki þetta fólk!!!

Kveðja,
Einn háður þessu
Gaui