Ætla bara að segja frá í stuttu máli…
Beverly Hills:
Brenda og Stuart trúlofuðu sig. Jim og Cindy voru ekki ánægð en foreldrar Stuarts voru ánægðir. Þau nenntu ekki að bíða í 6 mánuði þannig þau áváðu að fara til Las Vegas og gifta sig þar. Hún sagði Brandon og brátt fréttu ALLIR hvað Brenda og Stuart væru að fara að gera. Þau reyndu að stía þeim í sundur en það var ekki mikil von þar sem að brúðkaupið var að byrja. Þegar presturinn sagði “If anyone think that they should not be married, speak now or forever hold you peace” þá sagði Brenda “I do”. Hún var að mótmæla! Hún sagði að hún væri ekki tilbúin og þegar þau voru að fara komu Cindy og Jim og sögðu “Stop this wedding”! haha, það var geggjað fyndið…!
Mamma Kelly sótti um forræði yfir Erin. Það varð til mjög mikils rifrildis, sérstaklega hjá Kelly og David. Kelly og David eru búin að rífast svakalega mikið um það mál og mömmu Kelly og pabba Davids. Donna er búin að reyna að láta þau vera vinir. David sagði síðan lögfræðingi mömmu Kelly að mamma hans hefði fengið taugaáfall útaf því pabbi hans hélt framhjá.
Sá ekki alveg, en allavega, John bauð Steve að fra út með einhverri stelpu og hann sagði já. Síðan var hann með eikkað samviskubit yfir því útaf Celeste.
Brandon fór að vera með einhverri konu og hann var heima hjá henni þegar hún sagði að hún væri gift. Hann fór samt ekki, en þegar hann komst að því að maðurinn hennar væri kennari hans (sem lét hann kenna svarta gaurnum þarna sem hefur engan áhuga á að læra) þá fékk hann nóg og fór.
Melrose Place:
Amanda greindist með Hodgins-sjúkdóm, sem er eitlakrabbamein. Michael er læknirinn hennar. Hún vildi ekki trúa því fyrst en núna er hún aðeins búin að róast, hún er samt ekkert rosa skeemmtileg síðan hún frétti það. En Billy og Alison vita um það og eru að reyna að styðja hana eins og þau geta.
Sydney fór í þetta þetta félag þarna með konunni sem býr með henni, Rikki, og Martin. Síðan sást til Rikki þar sem hún var að rústa Shooters. Hún hafði þá tekið myndavélarnar hennar Jo og Martin ætlar að selja þær. Síðan héldu Jake, Jane og Jo að Sydney hafði gert þetta.
Þau fóru í útilegu og Sydney sá síðan Martin og Rikki í rúmi með einni konu. Henni bauðst til að koma uppí en hún fór. Sydney ætlaði síðan að fara að húkka sér far þaegar hún sá að þetta voru Martin og Rikki. Þau tóku hana og settu hana í eitthvað hólf úti svo hún komst ekki upp. Martin hleypti henni út síðan.
Jane og Jake komu þangað af því Jane fannst þessi Martin gaur eitthvað skrýtinn. Sydney sagði þeim samt að fara, bara til að sýnast fyrir Martin og Rikki. Síðan komu þau aftur og Martin sagði Sydney að skjóta þau ef þau færu ekki. Hún sagði þeim að fara og sagði síðan í hljóði “Go, please go”, og Jake sá það. Þau voru að fara þegar Syndey skaut dekkin á bílnum hans Martins og hljóp uppí bílinn til Jane og Jake.
Starfólkið á spítalanum (eða læknarnir) áttu að fara í svona lyfjapróf og gá hvort manneskjan væri eikkað geðveik, en Kimberly er nefnilega geðveik!
Matt sagði henni að niðurstöðurnar hefðu ekki verið góðar þannig hún bað Matt um að breyta niðurstöðunum en hann neitaði náttlega.Hún lét síðan einhverja gaura berja hann og sagði honum það.
Þessi lögregluhommi er mjög skrýtinn! Hann var sko hrifinn af Matt og þegar hann frétti af því sem Kimberly gerði hótaði hann henni og var með byssu.
Síðan var Jo eitthvað með lögreglugaurnum í bíl og hann fór aðeins út útaf einherju löggumáli og sagði Jo að vera í bílnum. En hún gat ekki hlýtt því, hún fór út og sá hann berja einn mann í klessu! Síðan kom hann aftur.
Löggan heimsótti síðan Jo og var að spyrja hana um þennan gaur en hún sagðist ekki hafa séð neitt grunsamlegt. Síðan þegar Jo var á leiðinni heim eftir að vera búin að versla þá kom löggugaurinn (sorry, man ekki hvað hann heitir) og sagði henni að sá sem hann var að berja væri einhver eyturlyfjasali og eikkað…! Og þegar hún kom heim var búið að rústa allri íbúðinni hennar! Það var örugglega hann!
Man ekki eftir meiru í bili :)