Uuuu… ef þú ert að meina í gær þá… (tók eftir tímanum, 00:27).
Beverly Hills 90210
Kelly og David komust að því að þau þyrftu að flytja úr húsinu af því þau eiga ekki nógan pening til að borga leiguna. Þau fengu eitt tilboð en launin voru ekki nógu góð, svo mamma Kelly hafnaði því og ákvað að vera áfram í húsinu.
Cindy, Brenda og Donna fóru í sjálfsvarnartíma fyrir konur eftir að það var ráðist á konu í hverfinu. Þeim gekk vel.
Andrea fór á stefnumót með gaurnum sem hún hitti í Yale partýinu, gaurinn sem, Brandon þekkir.
Brandon var afbrýðissamur og Steve komst að því að Brandon og Andrea kysstust einu sinni.
Pabbi Dylans keypti bát (eða ætlar að kaupa með sjóðnum hans Dylans), hann ætlar nefnilega að gera e-ð við peningana hans.
Jim þurfti líka að skrifa undir til að Dylan fengi peningana en neitaði í fyrstu, ákvað síðan á endanum að skrifa.
Pabbi Dlyans ætlar (eða ætlaði) að að taka peningana hans.
Dylan ætlaði að færa bílinn sem pabbi hans á, en Kelly hringdi, þannig hann ætlaði að gera það sjálfur. En þegar hann opnaði eða startaði bílinn sprakk hann. Þannig endaði þátturinn.
Melrose Place
Jo heimsótti foreldra Reeds og sagði að hún vildi að þau yrðu hluti í lífi barnsins. En þau sögðu að þau vildu ekki að barnið yrði alið upp hjá morðingja sem drap son þeirra. Hún fór reið út.
Jane fékk Michael til að skrifa undir samninginn og það fór að hitna í kolunum þegar Kimbelry kom.
Sydney fór til Michaels og sagði að hún héti Miranda og að hún þekkti hann ekki neitt. S'iðan reyndi hún við hann en hann vildi ekki hlda framhjá Kimberly.
Síðan sá hann aftur brot um slysið og sá andlitið hennar Kimberly. Hann fór heim til Sydney (elti hana heim) og þau kysstust. Hann setti hana í rúmið og batt hana við rúmið (hún samþykkti það). Síðan spurði Sydney hvort þetta væri hann (að hann væri semsagt búinn að fá minnið aftur) og hann sagði ,,Já, Sydney" og hann fór.
Síðan kom Jane og kærastinn hennar (man ekki hvað hann heitir) og hún leysti Sydney og spurði hvort hún hefði ekki beðið han um að binda sig.
Billy kláraði að pakka niður á meðan Alison var að tala við Jo.
Alison var ekki hrifin af einhverjum texta sem Billy skrifaði en Amanda var ánægð. Alison sagði Amöndu að reka sig en Amanda saðgi að það væri of auðvelt. Hún sagði Alison að hætta ekki af því með umsögnininni sem hún sendi þá fengi hún enga vinnu.
Michael sagði Kimberly að hann væri búinn að fá minnið aftur og vissi að hún reyndi að drepa hann. Hún hljóp út og ætlaði að keyra á Micahel þegar hann opnaði bílhurðina og þau kysstust.
Amanda sagði við pabba sinn að hann mætti bara vera hjá henni í 2 daga. Jake kom og pabbi hennar sagði að hann væri ekki góður fyrir hana. Hún sagði honum að hætta að dæma Jake. Hann sagði að hann skuldaði peninga og spurði hvort Amanda gæti farið í bankann og tekið út peninga sem hann er búinn að geyma. Hún gerði það en síðan þegar hún vaknaði var hann farinn með peninganna.
Jake sagði Brittany að fara burt og koma aldrei aftur. Síðan kom hún í bátinn og setti sprengju. Pabbi Amöndu kom að heimsækja Jake og Brittany kom með byssu. Hún skaut pabba Amöndu og sagði Jake að koma með sér með alla peninganna. Hann neitaði, hún fór, hann fann sprengjuna, en hún ýtti á takkann og báturinn sprakk í tætlur. Þannig endaði það.
Jámm.