Ég sá ekki fyrstu 10 mínúturnar en….
Allavega, þetta var jólaþáttur:) Það voru svona 2 englar að tala um þau. Einn engillinn fór að útskýra fyrir hinum hvað hafði gerst milli Brendu, Kelly og Dylan.
Brenda og Dylan kysstust og Kelly og Dylan líka. Brenda sá Kelly og Dylan og varð reið. Þær sögðu honum síðan að ákveða sig hvora hann vill vera með.
Og síðan sagði engillinn af hverju Brandon og Andrea voru svona ósátt.
Brandon hjálpaði henni að passa og þau kysstust. Hún varð reið við hann og þau fóru að rífast.
Donna var að reyna að fá alla til að koma með og styrkja munaðarlaus börn eða e-ð en enginn vildi koma. Á endanum fóru allir í rútuna, geðveikt fúl.
Síðan sagði Donna að þau ættu að sættast, allavega um helgina, og þau gerðu það. Síðan vissu englarnir að það væri bíll að stefna í átt að þeim, en einn engilinn sagði að hann hefði látið hann fara í aðra átt, en það var vitlaus bíll. Það var maður að drekka við stýri sem var á bílnum, og þegar hann og rútan voru að fara að klessast á var eins og þeir fóru í gegnum hvorn annan, og þau hefðu enga hugnyd um hvað hefði skeð (krakkarnir). Þá hafði Guð tekið í taumana:)
Steve var jólasveinninn og þátturinn endaði hamingjusamlega:)