Bara helstu aðalatriðin….
Beverly Hills:
Brenda og Donna eru komnar frá París.
E-ð gerðist milli Dylan og Kelly á meðan Brenda var í París.
Kelly er afbrýðissöm útí Brendu.
David var líka með einhverri stelpu (Nikki Witt) á meðan Donna var í París.
Nú er Nikki “skólafélagi” Donnu og Donna veit um David og Nikki.
Nikki er skotin í Brandon…
Brandon hætti já með fordómastelpunni (man ekki hvað hún heitir í augnablikinu)…
Brandon og Andrea stjórna núna bæði Skólablaðinu.
Melrose Place:
Michael og Sydney giftust og Sydney stal brúðarkjólnum hennar Jane.
Michael fór í brúðkaupsferð með Sydney til að drepa hana en gat það ekki á endanum.
Sydney er ennþá að kúga Michael útaf bílslysinu og því.
Jane hótaði að ef Michael og Sydney myndu skilja þá myndi hún gera e-ð í sambandi við pappírana sem hún var með um að Michael hafi verið drukkinn og “drepið” Kimberly.
Jo drap Reed í sjálfsvörn og er nú ólétt eftir barnið hans.
Jake hatar núna Billy eftir að hafa komist að nóttinni milli hans og Amöndu.
Alison og Billy ætla að gifta sig.
Guiding Light:
Hart er kominn aftur í bæinn en veit ekki um Peter.
Dinah ætlar að fara frá Roger er hann fer ekki eftir samningnum (ef hann brýtur húsgögn þá þarf hann að borga henni 5000 dali…).
Roger setti pening í töskuna hans Marcusar, og löggan grunar að Marcus hafi stolið peningunum úr Turnunum, en hann veit ekkert um þá.
Brent reyndi að breyta HIV prófinu aftur en það tókst ekki, af því að Reva kom inn og hann missti jákvæða sýnið.
Núna veit Lucy að hún er neikvæð.
Frank sagði Cutter að hann væri farið að gruna Marian um bryggjumorðið, Cutter bauð þá Marian út til að komast að einhverju.
Blake er afbrýðissöm útí Amöndu.
Abigail er skotin í Rick…
Já, þetta er mest allt….