Ég skal svara þessu þannig að upp að þeim stað sem þættirnir eru komnir á Íslandi hefur þetta aldrei verið skýrt. Hvort það verði gert seinna í 3. seríu, eða þá einhverntíman í 4. seríu segi ég ekkert um eða veit ekki.
En fólk verður samt að muna að oft eru alveg heilu “storyline arcs” eins og það er kallað, klippt út eða bara alveg sleppt að taka það upp. Það vsr t.d. einn þannig í fyrstu seríu, minniháttar hlutur þar sem Peyton hittir stelpu sem er alveg eins og hún var þegar hún var yngri, man ekki alveg smáatriðin, en eitt atriði sem var tekið fyrir það “plot” var sett á DVD diskinn með 1. seríu, af því að leikkonan sem lék stelpuna stóð sig víst mjög vel (sem hún geði, ég er búin að horfa á þetta atriði).
Og svo er One Tree Hill alls ekki góðir í að láta samhengi halda sér, nóg dæmi eru um það, hugsið t.d. aðeins um það í 3. seríu, fyrst eru skáparnir hjá Lucas, Nathan og Haley allir hlið við hlið úti, á að vera af því að allt er í stafrófsröð eftir eftirnafni, en svo púff, nokkru síðar eru þeir komnir inn, einhverir á milli þeirra, og Brooke allt í einu komin rétt hjá, sem stenst ekki ef þeir eiga að vera í stafrófsröð..Maður fær hausverk af því að hugsa of mikið um þetta..
- MariaKr.