Sko, Dan var e-ð að tala við Nathan um hann og Haley og spurði hvort hún hefði verið með getnaðarvörn þegar þau sváfu saman, en Nathan visi ekkert um það. Nathan spurði hana svo og hún sagði nei, þá fór Nathan bara út. En Dan var að gefa í skyn að hún hefði gert það viljandi, eignast barn til að hann myndi aldrei fara frá henni eða e-ð… En það var ekkert þannig, hún gleymdi því bara og hann líka. En hann var e-ð reiður út í hana, en síðan sættust þau á endanum minnir mig.
Ellie og Peyton voru að reyna að koma einhverjum hljómsveitum á plötu eða e-ð og það tókst einhvernveginn.
Brooke var reið af því Lucas var alltaf að vitna í bréfin hennar, svona stríðni. En síðan sáu þau Keith, hann er kominn aftur, og Brooke fór til að láta Lucas og hann tala saman. En já, Brooke fékk bréf um að henni væri boðið til að sýna fötin sín á Rogue Vogue tískusýningarkeppni í New York eða Los Angiles (man ekki hvort) og hún hélt að Lucas hefði gert það, sem var rangt, en það kom ekkert fram hver gerði það. En áður en hún komst að því að það var ekki Lucas ætlaðu þau að eiga rómantíkst kvöld saman, sem eyðilagðist af því Haley Og Nathan voru að rífast.
En Rachel var e-ð voða góð í þessum þætti, sagði að fötin hennar Brooke væru flott og e-ð….
Whitey fór með strákana í einhvern annan sal sem var fullur af ryki og ógeði, en þeir eiga að spila þar framvegis, en fyrst þurftu þeir að þrífa:)
Karen og Keith voru að tala saman og hann sagði henni að hann visi að deb reyndi að drepa Dan. Keith var e-ð að drekka sko (þess vegna keypti hann sér vín) og Deb kom til hans og hann sagði að honum langaði að drepa Dan en Deb varð á undan. Síðan kom hún eftir eldsvoðann og sagði Keith hvað hún gerði.
En Keith og Karen fóru að kyssast e-ð en síðan kom löggan og handtók Keith fyrir að reyna að drepa Dan. En hann gerði það ekki, Deb gerði það. En Dan var þarna brosandi, hann heldur að það hafi verið hann af því hann keypti vín fyrr um daginn þegar eldsvoðinn varð.
Já, held að ekkert annað merkilegt gerðist. Takk:D