Er ekki í lagi með þessa þætti?
Ég var að enda við að lesa um þættina sem voru ekki sýndir hérna, ég hef ekki horft á glæstar vonir mjög lengi en einu sinni horfði ég alltaf á þetta og hef fylgst með umræðunum um þættina síðan.
Brooke.
Okey kommon er ekki í lagi með höfundina? Þeim hefur pott þétt dottið í hug að hafa mömmu sem er búin að ríða næstum hverjum einasta karlmanni í þáttunum, ég býð bara eftir því að hún sofi hjá Rick.
Hve oft er hún búin að gifta sig? Alveg fáránlegt.
Var með Ridge þegar ég byrjaði að horfa á þættina fyrir löngu, svo var hún með Eric, sem átti að vera pabbi Ridge *en er það samt ekki* og eignaðist 2 börn með honum.
Svo var hún líka með Thorne sem er sonur fyrrverandi eiginmanns síns(Eric) sem er faðir barnana hennar og sem eru sem sagt hálfsystkini Thorne, bróðir fyrrfyrrverandi eiginmanns síns(Ridge) og svo var hún aftur með Ridge og þá var hann líka með konu sem var bæði búin að vera gift pabba hans og bróður hans og átti börn með pabba hans þannig að hann var líka hálfbróðir barna sem hann var svona eiginlega að taka að sér með því að vera með Brooke.
Svo var þetta alltaf að ganga í hringi og fleiri karlar komu inn, hún giftist Thorne og svo núna BAMM byrjar hún ennþá meira.
Sefur hjá og er í sambandi við eiginmann dóttur sinnar og eignast með honum barn, sem er strax orðið sjúkt.
og svo byrjar hún aftur með Ridge..
Kann þessi kona ekki að stoppa?!?!
Engin heilbrigð kona í raunveruleikanum myndi sofa hjá og eignast barn með eiginmanni dóttur sinnar, sem er líka dóttir faðir núverandi eiginmanns þíns, ALDREI!
Okey, ég veit ég veit þetta er bara þáttur sem er virkilega dramatískur og algjör sápa í botn, en einhvern staðar verður samt að draga línuna.