Heimaóléttuprófin sýndu amk að Amber er ólétt … og eftir tilfinningalegt uppgjör milli hennar og Deacons, þar sem að hún undirstrikaði að þó hún sé ástfangin af deacon að þá muni hún aldrei yfirgefa manninn sinn, fór deacon heim til Bridget og sagði henni að hún gæti hent pillunni í ruslið því að þau ætluðu að búa til barn!
Þrátt fyrir öll hans fallegu orð um hve mikið hann elski Bridget og sé ekkert bara að nota hana, hann hafi raunverulegar tilfinningar í hennar garð, þá er mikill “notu”fnykur af þessu … minnir óþægilega á það þegar hann giftist Bridget bara af því að Amber giftist Rick!
Og já, það er búið að “redda þessu með Brooke” … amk ef með þessum orðum þú ert að vísa til þeirra lúalegu bolabragða sem að Stephanie og hin “heilaga” Taylor lögðust svo lágt að beita til þess að losna við hina “hræðilegu hjónabandsógn” Brooke …
uhumm, ef þú vissir það ekki þá er ég DYGGUR Brookefan :-) og þó ég vildi ekkert meira en að sjá BÆÐI Brooke og Taylor finna sér nýja “sönnu ást” sem myndi mér til mikillar gleði skilja Ridge einan eftir konulausan :-) þá vil ég samt frekar að hann sé með Brooke en Taylor … því ég stend á því fastar en fótunum (sem segir kannski ekki mikið þar sem ég rann á rassinn í dag, og engin hálka nálægt!) að hann sé ástfangNARI af Brooke en Taylor, hins vegar er það Taylor sem er barnsmóðir hans og sú sem Stephanie styður … og þar sem hann er loyal (búin að týna íslenska orðinu) mömmustrákur þá velur hann auðvitað Taylor …
vonandi hjálpar þetta :-)