Sko, Peter er sonur Bridget og Hart, sem er sonur Rogers. Hart veit ekki af Peter, þetta var one-night-stand, daginn eftir fór hann úr bænum. Bridget þorði ekki að segja Ed og Maureen (frænka hennar, er dáin núna) frá því að hún væri ólétt. Þá kemur Nadine inn í myndina, þá Nadine Lewis, gift Billy (pabbi “littla” Bill, bróðir Josh). Hún var hrædd um að hún væri að missa Billy til Vanessu, þannig að hún samdi við Bridget, hún myndi eiga barnið (Peter), en svo myndi Naddine ala hann upp eins og hann væri sonur hennar og Billy. Þá hófst allur sá feluleikur, Nadine að þykjast vera ólétt, Bridget að fela óléttuna, endaði með því að Bridget var föst kasólétt og sorgmædd uppi á háalofti í Lewis-húsinu þegar frænka hennar deyr. Hún strýkur, en eignast Peter svo í aftursætinu á bílnum hennar Nadine, David tekur á móti honum.
Nadine tekur Peter, með samþykki Bridget, en þegar allt flosnar upp á milli Billy og Nadine, og Billy og Vanessa taka saman ætleiðir Vanessa Peter, og hún og Billy eiga hann saman. En svo heyrir Billy óvart að hann eigi ekki Peter, og leiðist aftur út í drykkjuna. Svo reynir hann að drepa Roger, og fer í fangelsi. Eftir standa þá Vanessa og Bridget, vilja þá báðar halda í Peter, enda hafði það tveggja foreldra umhverfi sem Bridget hafði ætlað Peter hjá Lewis-unum gufað upp þegar Billy fer.
Þá byrjar forræðisdeilan ljóta. Nenni ekki að ræða það nánar en svo að þær komast að lokum að því samkomulagi að ala Peter upp í sameiningu.
Vona að þetta dugi..
- MariaKr.