Þetta var ,án nokkurs vafa, einn sá besti þáttur sem ég hef séð af Leriðarljósi alveg frá því að ég byrjaði að horfa á þættina.
Ekkert smá fyndið þegar Holly henti fötunum Rogers út í snjóinn, og án nokkura almennilegra útskýringa, eða að hlusta á hlið Rogers á málinu. Og þó, hefði hún heyrt það sem hann hafði að segja, hefði hún örugglega ekki trúað honum.
Og það var nú ennþá fyndnara þegar Roger mætti þarna heim til Alexöndru og byrjaði að vera með læti og fleira. Okei, eitt að koma og biðja um útskýringar, en annað að vera með dónaskap, og hálfgerðar líkamsmeiðingar.
Svo þegar Alan sagði: “Segðu bara til og ég hendi honum út.” Ég hefði viljað sjá Alan henda Roger út.
Svo hló ég nú ansi grimmilega þegar Alan tók upp undirskriftirnar (innrammaðar) og veifaði þeim framan í Roger, bara til þess að velta honum aðeins meira upp úr þessu öllu.
Það er alltaf jafn gaman að sjá Alan og Alexöndru Spaulding standa saman, hvort sem það er gegn Roger eða öðrum.
Gjörsamlega priceless að sjá þau standa þarna saman, og glotta framan í Roger, og heyra Alan segja, við góðar undirtökur frá Alex, “Þú átt ekki neitt og ert ekki neitt, Roger”.
Ekki vissi ég að ég gæti elskað nokkurn sápukarakter jafn mikið og Alan og Alex.