Ég horfði nú á Glæstar vonir þegar Sheila var í þáttunum. Hún var búin að vera í fangelsi fyrir morð ef ég man rétt (kveikti í húsi eða eitthvað og einhver dó, man ekki alveg en hún var geðveik). Reyndar man ég þetta ekki alveg nógu vel. En hún var sem sagt alveg snar geðveik. Hún lokkaði Eric til að giftast sér. Hún m.a. ruglaði faðernisprófinu hennar Bridgetar þannig að Eric yrði ekki dæmdur faðir hennar. Hún var hjúkka hjá Forrester fyrirtækinu og náði eins og ég sagði í Eric. Síðan skildu þau og hún var orðin geðveik, ég man ekki hvort hún var að reyna að drepa einhvern eða hvað. Hún var farin að fara til Dr. Warrick, sem var geðlæknir, góður vinur Taylorar. Hann var þá með konu, fyrrverandi mágkonu Erics, sem ég man ekki hvað hét. Þau voru gift en Sheila var með sjúklegan áhuga á Dr. Warrick og tók hann til fanga í einhverju húsi og hann reyndi náttúrulega að spila á sálfræðina í henni. Hún neyddi hann til að sofa hjá sér. Nú þetta fór einhvern veginn þannig að honum var bjargað en til að bjarga málunum lét hann undan órunum í Sheilu og þóttist vera hrifinn af henni. Hún var voðalega happy og varð ólétt. Hún átti barnið, sem var stelpa og Warrick og frú vildu taka það að sér og Sheila þóttist taka þátt í því. En síðan fór það þannig að hann skildi við eða lét ógilda hjónabandið við konuna sína og giftis Sheilu og þau bjuggu saman með barnið (því hún var svo geðveik og hann var hræddur um barnið sitt, þau ætluðu að spila á Sheilu). Svo lenti Sheila á geðspítala, kannski gerðist það oftar en einu sinni á þessu tímabili ég bara man það ekki þetta var svo mikið rugl og ég er búin að gleyma þessu. Svo man ég bara ekki meira, en þetta er eitthvað í áttin þó bjagað sé. Sheila var sem sagt vonda vonda vonda konan í Glæstum vonum.