Mikið rosalega var það gott að Mindy skyldi fá að halda að Nick hefði haldið fram hjá henni. Maður uppsker eins og maður sáir. Svo þegar Nick var að gera allar þessar “játningar” gat maður ekki hugsað annað en “Look who's talking”. Eins og öllum hefur löngu orðið ljóst (Og kom fram áðan) þá var hún að leyna unnusta sínum ýmislegu sem ég myndi telja töluvert mikilvægara en þetta, til dæmis því hverjir líffræðilegu foreldrar hans voru. Þá var það ekki bara Alex sem varð fyrir barðinu á Mindy, heldur líka Nick og faðir hans, Eric Luvonazek. Og það er rétt sem hún sagði, hún var algjör bleyða og ekki bara bleyða heldur líka algjör aumingi og kaldrifjuð tík.
Vitiði, ég get ekki sagt að Mindy sé eitthvað fórnarlamb. Henni tekst alltaf einhvern veginn að gleyma að hún er sko alls engin saklaus prinsessa eins og hún, Billy, Vanessa og Dylan vilja vera að láta.
Svo hefur örugglega verið ætlast til þess að maður myndi hugsa mér sér þegar hún brotnaði niður þarna í lokin “Æi, greyið Mindy, hún á svo bágt.” en ég hugsaði meira eitthvað í þessum dúr “Æi, en leiðinlegt að tíkin skuli fá eitthvað smá payback fyrir allt sem hún hefur gert.”
Hún á nátturlega pottþétt eftir að klína þessu yfir á Alex og gera hana að “vonda kallinum” í málinu og fá alla til þess að hata hana. Því að Guð má vita að Nick er ekki eins saklaus og hann vill vera að láta. Það er sama hvað hann gerir, hann segir alltaf “Alex gerði það”. Það er aumingskapur og bleyðuskapur að hafa ekki manndóm í að feisa mistök sín.