Gleymdi að segja að Vanessa Chamberlain Lewis sé líka ein af mínum uppáhalds karakterum. Leikkonan sjálf er líka æðisleg (Maeve Kinkead).
Að hafa fylgst með vissum karakterum í gegnum árin og eins vissum leikurum sem hafa haldist lengi í sínum hlutverkum hefur verið eins og að alast upp með “second” fjölskyldu. Leiðarljós hefur og mun alltaf vera það besta sem ég hef séð í sjónvarpi! Punktur!
Annars er Roger Thorpe ógeðslegasti karakterinn í þáttunum að mínu mati. Ég gjörsamlega hata hann! En verð samt að segja að Leiðarljós megi ekki missa hann, þó það sé orðið leiðigjarnt að hann sé ALLTAF með einhver ráðabrugg aftur og aftur, þá er samt eitthvað við þann hluta af honum sem ég hefði ekki viljað vera án í Leiðarljósi. Annars er leikarinn (Michael Zaslow,)sem leikur Roger, dáinn eftir að hafa barist við erfiðan sjúkdóm sem heitir ALS (minningarsíða til heiðurs honum er
http://www.zazangels.com/). Getið lesið um sjúkdóminn á íslensku hér
http://doktor.is/Article.aspx?greinid=451 .