Ég er alls ekki sammála þér með að þeir ættu að fara að sýna nýja þætti.. ekki vil ég sjá þá og missa svo af heilum 11 árum! Ekki séns.. ég veit að við búum á Íslandi en Leiðarljós kom bara til landsins 11 árum of seint og persónulega þá finnst mér það bara fínt. Mér finnst bara gaman að vera 11 árum á eftir því þá veit ég að það er mikið í vændum á næstu árum og RUV hættir ekki að sýna þættina núna vitandi það að þeir eru svona langt á eftir. Ég væri samt alveg til í að hafa maraþon, allavega einn sunnudag í mánuði! Ég veit nefnilega um stelpu sem að hringdi inn og spurði hvort að það væri ekki hægt að endursýna þá eins og er gert með Nágranna og Glæstar vonir og hafa það t.d. á sunnudögum, en þeir svöruðu neitandi og sögðust ekki hafa pláss… :/ Ég yrði ánægð með maraþon einu sinni í mánuði því það yrði allavega maraþon! :)