Nágrannar, Leiðarljós, Glæstar vonir, The O.C og One Tree hill geta ekki verið einu sápurnar sem sýndar eru hér á landi.

Ég man eftir að einu sinni kom grein um Footballers wifes.. Ætlar enginn af þessum 40 og eitthvað ef ekki fleiri sem sögðust ætla að skrifa greinar í janúar ekki að koma með greinar - eða erum við að tala um stigahór?
Það væri algjör snilld ef einhver kæmi með greinar um einhverja aðra sápu en þessar ofangreindar :)

Spurningar sem allir ættu að hugsa aðeins um =>
Hver er ykkar uppáhaldssápan þín?
Er korkur um hana?
Koma greinar inn um þessa sápu?
Hvað ert þú að gera til að gera þetta áhugamál betra?

Spurningar sem þú ættir að hugsa um þegar þú ferð að skrifa greinar um sápu =>
Hver er uppáhalds persónan þín?
Hverjar eru aðalpersónur þáttarinns?
Hvað getur þú gert til þess að segja okkur frá þættinum (við sem höfum ekki heyrt um hann/séð hann) svo við fáum áhuga á honum (kynna hann)?
Hvað gerðist í síðustu þáttum?
Hvenær og hvar eru þættirnir sýndir?
Eitthvað sem greinir þáttinn alveg sérstaklega vel s.s. umhverfi?

Jæja, ég ætla að vona að allir sem lesa þennan kork fari og hugsi sig alvarlega um að skrifa grein.. Áhugamálið heitir sápur og þess vegna mega greinar um hvaða sápu sem er koma inn, er það ekki bara betra?
(Væri kannski sniðugt að senda þetta inn sem grein svo fleiri læsu þetta?)

Takk fyrir mig,
Sápuunnandinn sugnaks :)