Sko, ég heyrði þetta um daginn þegar ég var í tíma. Þá fór allur bekkurinn í sjokk og við reyndum að fá hagfræðikennarann til að tékka á þessu en eftir smá leit nennti hún þessu ekki.
Svo tékkuðum við á þessu en fundum ekkert. Í gær sagði bekkjarsystir mín okkur að þetta hafi byrjað á að einum strák í Garðabæ hafi leiðst í skólanum og byrjað að labba milli bekkja og segja að hann sé dáinn. Þá fóru náttúrulega allir sem horfa á þáttinn af einhverju viti að segja vinum sínum í öðrum skólum og þannig barst þetta svona út um allt. Mjög fyndið ef þið hugsið um það :)
Með stjörnustælana:
Það var víst þannig að hann Adam var með einhverja rosa stæla á settinu og það hafi endað á að leikstjórinn var orðin svoldið pirraður og sagt að lokum að ef hann hætti þessu ekki gæti eitthvað gerst með persónuna hans.