Karl reynir að útskýra eitthvað fyrir Susan afhverju hann vill tímabundinn skilnað og að það gæti verið að þau nái saman á endanum. En Susan neitar að hlusta á hann segir bara að hún ætli að láta þetta ganga upp. Hún fær hann til þess að fara með sér til hjónabandsráðgjafa þótt hann trúi alls ekki að það muni hafa einhver áhrif á skoðun sína.
Max er ákveðinn í því að kaupa húsið. Steph vil hjálpa en er ekki viss um að Max vilji það. Svo kemst hún að því að hann vill það og þau eru voðalega hamingjusöm saman. Izzy vill líka hjálpa með að borga í húsinu, segir að það muni verða auðveldara að borgas húsið þrjú saman. En Max og Steph vilja það helst ekki. Max vill ekki að hún taki þátt í því af því að hún muni einhvern tíman eiga sína eigin fjölskyldu og vill þá flytja eitthvert með þeim og ef þá mundu þau (Max og Steph) ekki hafa efn á því að borga henni. ( Þetta hefur örugglega líka eitthvað með það að gera að Max sá Izzy hugga Karl á kaffistofunni)
Summer var með Declan (veit ekki alveg hvernig á að skrifa nafnið hans) allan daginn. Hún sýndi honum hvernig hún skemmtir sér og það endaði á þvi að þau kysstust. Summer er alveg í skýjunum og getur ekki hætt að hugsa um þetta.
Sky gistir heima hjá Boyd þetta kvöld. Max er að fara á taugum og er alltaf að reyna hræða þau svo þau muni ekki vera læðast um nóttina og gera eitthvað af sér. Hann reynir að segja þeim að hann sofi ekki fast og að hann vakni stundum á nóttinni. Þau trúa honum að sjálfsögðu ekki og hittast um nóttina en enda með því að klára að horfa á mynd sem þau voru byrjuð að horfa á. Þannig að Max þurfti ekki að hafa neinar áhyggjur.
Held að þetta sé nú komið hjá mér.